Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Qupperneq 147
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SÖGUATLAS
Mannkynssaga í máli og myndum
Aðalhöfundar Anders Rohr og Tor Áhman; pýðendur Dagný Heiðdal og Súsanna Margrét
Gestsdóttir; umsjón Tryggvi Jakobsson og Bogi Indriðason. Reykjavfk: Námsgagnastofnun
1992. 200 bls. (125 s. litprentaðar) með 191 korti, fjölda mynda og rækilegum skrám; brot
A4, stífspjöld.
Það hefur fylgt nútímanum í bókagerð og bókanotkun að veglega myndskreyttar
handbækur af ýmsu tagi hafa rutt sér til rúms, þar á meðal ýmiss konar „atlasar,
sem eru þó ekki nema öðrum þræði kortabækur því að þar er fléttað saman texta og
margs konar myndefni. Þannig er oft tekið á sögulegu efni. Skemmst er að minnast
Islensks söguatlass, sem nú er kominn út í heild í þremur bindum, og erlendis er orðið
heilmikið framboð á söguritum í þessu formi, bæði um þjóðarsögu og veraldar-
sögu. Slík rit eru, eins og fleiri myndskreyttar handbækur, æði dýr í framleiðslu, en
hentug til þýðingar ef unnt er að nota sömu litprentun fyrir útgáfu á ólíkum tungu-
málum.
I fyrrahaust gaf Námsgagnastofnun út norskan mannkynssöguatlas, ríkulega
myndskreyttan og litprentaðan, en þó hóflegan að stærð og viðráðanlegan til skóla-
nota. í kápukynningu segir að bókin henti einkum framhaldsskólanemum, en komi
að notum á efsta stigi grunnskóla. Þetta er ekki svo að skilja að Söguatlas sé í sjálfu
sér mjög þungur fyrir unglingastigið, heldur er þörfin fyrir hann minni þar vegna
þess hve vel nemendur eru settir með kort og myndir í kennslubókinni, sem þar er
almennt notuð, Samferða um söguna.En það er ekki heppilegt að allt vit komi úr einni
bók, jafnvel þótt góð sé, enda fylgja Samferða um söguna verkefni þar sem víða er gert
ráð fyrir notkun handbóka eða annarra rita. Þau verkefni voru samin áður en kostur
var á mannkynssöguatlas á íslensku, né heldur alfræðiorðabók. Nú held ég það sé
álitleg tilraun að láta nemendur, sem læra Samferða um söguna, leita að fyllri upp-
lýsingum eða skýringum í beinu framhaldi af kennslubókinni og nota til þess aðal-
lega Söguatlas (sem viðráðanlegt er að eiga í allmörgum eintökum), og svo í fram-
haldi af honum íslensku aIfræðiorðabókina,c.t.v. ásamt Sögu mannkyns - ritröð AB þar
sem hún er til. Auk annars er Söguatlas það mörgum árum yngri en Samferða um
söguna að hann dugir - í svipinn - til að brúa að talsverðu leyti atburði þess nýliðna
tíma sem hún segir ekki frá.
í mannkynssöguáföngum framhaldsskólanna gæti Söguatlas orðið enn meiri
lykilbók, jafnvel þannig að hver nemandi notaði hann að staðaldri við hlið kennslu-
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 2. árg. 1993
145