Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 149
HELGI SKULI KJARTANSSON
atriðum frá 1992: Maastrichtsamkomulagi og EES-samningi, jafnvel samningum
um fækkun kjarnorkuvopna og um skiptingu Tékkóslóvakíu sem ekki voru gerðir
fyrr en í júní, þegar vinna var komin talsvert á veg við íslensku útgáfuna.
Aðaláhersla bókarinnar er á stjórnmálasögu, einkum ríkjaskipan, landamæri og
styrjaldir, enda er það sá þáttur sögunnar sem hvað einfaldast er að setja fram á
kortum. Onnur svið, eins og menningarsaga og hagsaga, fá minna rými, eins og
raunar má telja eðlilegt. Rækileg umfjöllun um heimsstyrjaldirnar tvær stingur t.d.
nokkuð í stúf við tvær opnur um áratugina milli stríða, þar sem líka er mest sagt frá
ófriði og landvinningum, en sjálf heimskreppan er ekki nefnd á nafn.
Aftan við aðalefni bókarinnar koma mjög rækilegar skrár. Fyrst „Nafnaskrá
korta", sem er tæmandi skrá, nöfn færð með mismunandi rithætti ef við á, og stund-
um útskýrð, t.d. sagt í hvaða borg eða landi staðurinn er og aðgreint, þegar við á,
hvort átt er við borg, ríki, eyju eða annað slíkt. Þá „Atriðisorða- og mannanafna-
skrá", sem er að vísu rangnefni, því að hún geymir lítið af atriðisorðum (t.d. ekki
„skip", „siglingar", „landafundir") og er að öðru leyti ekki bundin við mannanöfn,
heldur er þetta nafnaskrá lesmálsins utan korta. Hún er líka mjög rækileg, t.d. sögð
deili á öllum persónum og tilgreind eftir föngum fæðingar- og dánarár ásamt
stjórnarárum þjóðhöfðingja. Dæmi:
Raitnond af Toulouse (1036-1105), greifi af T„ tnarkgreifi af Provence, kross-
ferðarriddari
Skrárnar taka yfir 40 þéttprentaðar síður. Þar á eftir kemur „Söguleg tímatafla", þ.e.
tímatalsyfirlit á 13 opnum þar sem dálkur er fyrir hverja heimsálfu og samtíma-
atburðum stillt upp hlið við hlið. (Dálkur Evrópu er jafnan þéttskrifaður en hinir
oftast gisnari.) Vísað er til umfjöllunar framar í bókinni, þegar um hana er að ræða,
en hér er líka fjöldamargt nefnt sem lítt eða ekki kemur fram í kortahlutanum. Það
er því eiginlega skaði að nafnaskrárnar skuli ekki ná til þessa yfirlits.
Fremst í tímatalsyfirlitinu er dálkur þar sem getið er atburða íslandssögunnar
(væntanlega í stað norskra upplýsinga í frumútgáfunni), og er það prýðileg hug-
mynd. Hins vegar ber þetta yfirlit merki þess að íslenska útgáfan hafi verið unnin
býsna hratt. Það hefur ekki einu sinni unnist tími til að dreifa íslensku atburðunum
um dálkinn eftir tímatali, heldur eru þeir bara settir efst í dálk. Fyrri hluti yfirlitsins
er fenginn úr kennslubókinni Aldir bændasatttfélagsins (eilítið lagfærður en um leið
búin til villa: atburður ársins 1198 settur undir 1190). Seinni hlutinn virðist vera
aðfenginn líka. Þetta yfirlit er að því leyti óheppilegt að hér eru allt of margir at-
burðir nefndir í of stuttu máli. Fyrsti þriðjungur 16. aldar er t.d. afgreiddur svona:
1518 Hafnarfjarðarbardagi.
1532 Grindavíkurslríðið.
Þetta er gott og blessað í bók um Islandssögu þar sem hægt er að finna nánari upp-
lýsingar um þessi lítt þekktu fyrirbæri, en á ekki við hér. Auðvitað hefði þurft - og
ekki verið mikið verk - að taka saman einfalt yfirlit um íslandssögu eftir þörfum
þessa rits.
147