Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 150
SOGUATLAS
Eitt flýtismarkið á útgáfunni er það, að textinn yfirfyllir stundum plássið sem
honum er ætlað; það er mest áberandi á bls. 40 og 196 (í Islandssöguyfirlitinu), þar
sem hefði átt að stytta texta, og bregður líka fyrir í skýringum við kort. Talsvert
ósamræmi er í rithætti nafna og nokkuð um augljósa þýðingarhnökra og penna-
glöp; verður þess nánar getið síðar. Sýnilegar prentvillur eru hins vegar ekki
margar, en sjást þó.
Líklega má segja að mjög hröð vinnsla íslensku útgáfunnar hafi tekist furðu
slysalaust, annmarkar séu skammlausir og skerði ekki verulega notagildi bókar-
innar; en fyrir endurprentun sé ástæða til að snurfussa æði margt. Annars skal það
tekið fram að þessi ritdómur er saminn án samanburðar við norsku útgáfuna og
fjallar um kosti og galla bókarinnar eins og hún liggur fyrir, án þess að skipta
ábyrgðinni nákvæmlega milli norskra aðstandenda hennar og íslenskra.
Fyrsta krafa til handbókar eins og sögukortabókar er sú að upplýsingar hennar séu
yfirleitt réttar og nákvæmar. Fyrir okkur er það einföldust prófraun í þessu efni að
athuga þau kort sem sýna eitthvað um Island:
Kort 56, um útbreiðslu kristni, sýnir kristniboðsör til Islands árið 1000 og bisk-
upssetrin Skálholt og Hóla, dálítið skakkt staðsett, en afsakanlega því að skalinn er
lítill.
Kort 63, um víkingaferðir, sýnir Hóla u.þ.b. í Blöndudal, Skálholt við Þjórsár-
ósa, Þingvelli í Selvogi, Borg nálægt Njarðvíkum og Hjarðarholt við Haffjörð á Mýr-
um; staðsetningar sem sagt í hæpnara lagi. Verslunarleið er sýnd til Færeyja, Hjalt-
lands og Orkneyja, en ætti fremur að vera beint til Noregs. Landnámsferðir Eiríks
rauða og Leifs Eiríkssonar eru sýndar frá Borg, sem er ónákvæmt um Eirík og
alrangt um Leif; hann á að hafa siglt til Vínlands frá Noregi eða Grænlandi, eftir því
hvaða sögu menn kjósa að trúa, en á Islandskort á hann ekkert erindi.
Kort 84, landafundir 1271-1596, sýnir óútskýrða ör frá Noregi til íslands, síðan
ferð Eiríks rauða frá Islandi (Hjarðarholti, sem nú er sett á Vestfjarðakjálkann) til
Grænlands, og loks ferð Leifs Eiríkssonar frá Brattahlíð (sem er þó framför) til Ný-
fundnalands. Þetta er utan við tímabil kortsins og meginefni þess óviðkomandi, en
virðist tekið með fyrir einhvers konar norrænan sperring.
Kort 103, Evrópa 1721. Hér er ísland sýnt með Skálholti, Þingvöllum og Reykja-
vík, staðsetningar skárri en áður, en Reykjavík var að vísu heldur ómerkur staður
svona snemma. Áletrun segir „undir stjórn Noregskonungs 1262-1814" sem frá
norsku sjónarmiði má kannski til sanns vegar færa, en okkur er tamara að kalla
kónginn í Kaupmannahöfn Danakonung, þó að hann stjórnaði Noregi líka, enda var
a.m.k. frá því á 16. öld hætt að stjórna Islandi eins og það kæmi Noregi neitt sérstak-
lega við.
Kort 157 sýnir m.a. hernám Islands 1940 og herverndarsamninginn árið eftir.
Kort 164: ísland sýnt hlutlaust í heimsstyrjöldinni. Kort 168: Aðild íslands að
OECD, Evrópuráðinu og Norðurlandaráði og innganga þess í EFTA. Kort 176: ís-
148