Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 154

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 154
SOGUATLAS stríðinu berjast menn um „Pusanbní" (kort 175), þar sem átt er við brúarsporð (í þeirri táknrænu merkingu sem tíðkast í hernaðartali, þ.e. „stöðvar handan torfæru, sem miklvægt er að vinna/halda til að geta sótt þaðan fram"). Eitthvað af þessum hnökrum - og öðrum álíka - kann að stafa af villum í norska textanum, en í vandaðri þýðingu er reynt að laga augljósa ónákvæmni frumtextans. T.d. býst ég við að það sé úr frumtextanum komið að 11 000 fallnir Súdanir hafi verið „um helm- ingur" af 50 000 manna her (bls. 97). Hér er bersýnilega eitthvað að, og ekki lengi gert að fletta því upp að þarna eru báðar tölurnar réttar, en það voru fallnir og særðir sem töldust um helmingur af hernum. Ekki hafa þýðendur alltaf komið því fyrir sig hvað venja er að kalla söguleg fyrirbæri á íslensku. Það er svosem aukaatriði hvort kjörfurstinn mikli er nefndur „hinn mikli kjörfursti", en lakara þegar Efnahagsbandalag Evrópu er kallað „Evrópska efnahagssambandið" (kort 168). Stundum er norskunni fylgt óþarflega náið, t.d. þegar talað er um „kameldýr" fremur en úlfalda eða um „prússneska" sigra og ósigra í stað sigra og ósigra Prússa (sem væri allt í lagi að bregða fyrir sig, en lýsingarorðssambönd af þessu tagi eru hér notuð við flest tækifæri). Norðmenn hafa að sjálfsögðu svipaðan hátt á því og við að nota stundum norskan rithátt eða norskar nafnmyndir á nöfn í öðrum löndum, og þurfa þýðendur að hreinsa það út. A þessu er stöku sinnum misbrestur. Landshluti nokkur, sem löngum taldist til Finnlands, heitir t.d. Karelen á skandínavískum málum; það nafn kemur hér óbreytt á kortum, en í lesmáli er notað rammíslenskt heiti: Kirjálaland, í nafnaskrá hins vegar vægari íslenskun: Karelía. Hér hefur skort tíma til að samræma í próförk. Akveðinn greinir norskunnar hefur líka sloppið í gegn í „Den kisalpínska lýðveldið" (sem er víst yfirsjón í tölvuvinnslu; auk þess ætti fremur að rita sísal- pínska, a.m.k. úr því að Cicero er kallaður Síseró) og „Ríki Almohadewa" (en rétti- lega „Almohadar" í nafnaskrá; það er engu líkara en nafnaskrárnar hafi verið þýddar sérstaklega og kylfa ráðið kasti hvort þær eru í samræmi við rithátt bókar- innar sjálfrar). Þannig mætti halda áfram enn um sinn að athuga dæmi um þau mörgu úrlausnar- efni sem fylgja gerð bókar af þessu tagi. Ekki mega þau samt skyggja á aðalatriðið, sem er það að Söguatlas er þörf og tímabær skólabók, hentug að stærð og gerð og að ýmsu leyti þokkalega unnin. Við eigum eftir að hafa hennar mikil not. Helgi Skúli Kjartansson er dósent við Kennaraháskóla íslands. 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.