Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 158

Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 158
KYNFRÆÐSLA kynningarritum sínum, á námsgagnasýningum og tveimur fundum í Reykjavík og gaf út myndband með kynningarfyrirlestri Sóleyjar Bender. Skýrt var frá efninu í dagblöðum og um það fjallað í sjónvarpsþætti Fræðsluvarpsins og útvarpsþætti. Grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins bauð fræðsluskrifstofum aðstoð við fræðslufundi um námsefnið og notkun þess. Fjórir fundir voru haldnir á vegum fræðsluskrifstofa vorið 1992 og önnuðust Þorvaldur Örn Árnason og Sóley Bender þá. Þau komu einnig fram í fjölmiðlum og önnuðust flest er laut að kynningu náms- efnisins. Rúmlega fimmtíu manns sóttu kynningar- og fræðslufundi um kyn- fræðsluefnið (Þorvaldur Örn Árnason 1990). Námsefninu voru gerð skil á tveimur endurmenntunarnámskeiðum í KHI og sóttu þau um 40 manns. Það fyrra var haldið 1991 og var í umsjón Mörtu Ólafs- dóttur en það síðara haustið 1992 og stóð í þrjá daga. Það var haldið í samstarfi við námsbraut í hjúkrunarfræðum í HI og með aðstoð frá Alþjóðasamtökum um fjöl- skylduáætlanir sem kostaði fyrirlesara á námskeiðið. Umsjón hafði Sóley Bender. Tilboðum endurmenntunardeildar KHI um fræðslufundi um efnið í skólum hefur ekki verið tekið (júlí 1993). Fimm árgangar kennaranema hafa kynnst efninu á árunum 1990-1993 eða um 550 nemar. Veturinn 1992/1993 var námsefnið kynntbæði2. og3. árs nemum vegna flutnings kynfræðslunámsins á milli ára í kennaranáminu (Stefán Bergmann 1993). Námsgagnastofnun afgreiddi námsefnið Lífsgildi og dkvarðanir til grunnskóla fram til fyrsta júlí 1993 sem hér segir: Kennarabók 310 eintök. Foreldrabók 2571 eintak, 1123 á árinu 1992 og 1448 á árinu 1993 (Námsgagnastofnun 1993). Ef treysta má því að hverjum nemanda fylgi ein foreldrabók, eins og til er ætlast, geta þessar tölur þýtt að um 30% nemenda í ríflega 4000 manna árgangi hafi notað efnið hvorn vetur. Veturinn 1992/1993 voru 4013 nemendur í 9. bekk grunnskólans. Kennslu á unglingastigi önnuðust 139 skólar í landinu og má því reikna með að kennarabókin hafi verið fengin í allflesta skólana (Menntamálaráðuneytið 1993). UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR Eðlilegt er að líta á útgáfu og útbreiðslu hins nýja kynfræðsluefnis sem umfangs- mikið úrbótaverkefni í starfi grunnskólans, sem markað getur þáttaskil í kyn- fræðslu á unglingastigi ef vel tekst til með stuðning við framkvæmd verkefnisins. Námsefnið sjálft flytur þetta viðkvæma skylduviðfangsefni skólanna, kynfræðsl- una, á nýjan grundvöll og skapar ágæta möguleika á að útbreiða hana, en í gegnum árin hafa hvergi nærri allir skólar sinnt henni sem skyldi. Það víðtæka samstarf, sem náðist um útgáfu kynfræðsluefnisins, er athyglisvert og lærdómsríkt að sjá hverju það áorkaði. I sumum atriðum er þetta samstarf líklega einsdæmi hér á landi. Tvö ráðuneyti eiga aðild að verkefninu og skólayfirlæknir auk embættis landlæknis, Námsgagnastofnunar og annarra aðila úr skólum og heil- brigðiskerfi. Þetta víðtæka samstarf tryggði undirbúning og útgáfu efnisins sem einkennist af talsverðum myndarskap. Kostnaðurinn við undirbúning og útgáfu dreifðist á nokkra aðila. Sú spurning vaknar hvort þessir sömu aðilar muni fylgja 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.