Uppeldi og menntun - 01.09.1993, Side 158
KYNFRÆÐSLA
kynningarritum sínum, á námsgagnasýningum og tveimur fundum í Reykjavík og
gaf út myndband með kynningarfyrirlestri Sóleyjar Bender. Skýrt var frá efninu í
dagblöðum og um það fjallað í sjónvarpsþætti Fræðsluvarpsins og útvarpsþætti.
Grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins bauð fræðsluskrifstofum aðstoð
við fræðslufundi um námsefnið og notkun þess. Fjórir fundir voru haldnir á vegum
fræðsluskrifstofa vorið 1992 og önnuðust Þorvaldur Örn Árnason og Sóley Bender
þá. Þau komu einnig fram í fjölmiðlum og önnuðust flest er laut að kynningu náms-
efnisins. Rúmlega fimmtíu manns sóttu kynningar- og fræðslufundi um kyn-
fræðsluefnið (Þorvaldur Örn Árnason 1990).
Námsefninu voru gerð skil á tveimur endurmenntunarnámskeiðum í KHI og
sóttu þau um 40 manns. Það fyrra var haldið 1991 og var í umsjón Mörtu Ólafs-
dóttur en það síðara haustið 1992 og stóð í þrjá daga. Það var haldið í samstarfi við
námsbraut í hjúkrunarfræðum í HI og með aðstoð frá Alþjóðasamtökum um fjöl-
skylduáætlanir sem kostaði fyrirlesara á námskeiðið. Umsjón hafði Sóley Bender.
Tilboðum endurmenntunardeildar KHI um fræðslufundi um efnið í skólum hefur
ekki verið tekið (júlí 1993).
Fimm árgangar kennaranema hafa kynnst efninu á árunum 1990-1993 eða um
550 nemar. Veturinn 1992/1993 var námsefnið kynntbæði2. og3. árs nemum vegna
flutnings kynfræðslunámsins á milli ára í kennaranáminu (Stefán Bergmann 1993).
Námsgagnastofnun afgreiddi námsefnið Lífsgildi og dkvarðanir til grunnskóla
fram til fyrsta júlí 1993 sem hér segir: Kennarabók 310 eintök. Foreldrabók 2571
eintak, 1123 á árinu 1992 og 1448 á árinu 1993 (Námsgagnastofnun 1993). Ef treysta
má því að hverjum nemanda fylgi ein foreldrabók, eins og til er ætlast, geta þessar
tölur þýtt að um 30% nemenda í ríflega 4000 manna árgangi hafi notað efnið hvorn
vetur. Veturinn 1992/1993 voru 4013 nemendur í 9. bekk grunnskólans. Kennslu á
unglingastigi önnuðust 139 skólar í landinu og má því reikna með að kennarabókin
hafi verið fengin í allflesta skólana (Menntamálaráðuneytið 1993).
UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR
Eðlilegt er að líta á útgáfu og útbreiðslu hins nýja kynfræðsluefnis sem umfangs-
mikið úrbótaverkefni í starfi grunnskólans, sem markað getur þáttaskil í kyn-
fræðslu á unglingastigi ef vel tekst til með stuðning við framkvæmd verkefnisins.
Námsefnið sjálft flytur þetta viðkvæma skylduviðfangsefni skólanna, kynfræðsl-
una, á nýjan grundvöll og skapar ágæta möguleika á að útbreiða hana, en í gegnum
árin hafa hvergi nærri allir skólar sinnt henni sem skyldi.
Það víðtæka samstarf, sem náðist um útgáfu kynfræðsluefnisins, er athyglisvert
og lærdómsríkt að sjá hverju það áorkaði. I sumum atriðum er þetta samstarf líklega
einsdæmi hér á landi. Tvö ráðuneyti eiga aðild að verkefninu og skólayfirlæknir
auk embættis landlæknis, Námsgagnastofnunar og annarra aðila úr skólum og heil-
brigðiskerfi. Þetta víðtæka samstarf tryggði undirbúning og útgáfu efnisins sem
einkennist af talsverðum myndarskap. Kostnaðurinn við undirbúning og útgáfu
dreifðist á nokkra aðila. Sú spurning vaknar hvort þessir sömu aðilar muni fylgja
156