Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 3

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 3
IÐUNN Dauðinn í mjólk. Eftir Dr. Paul de Kruif. Þýtt hefir Vllmundur Jónsson, landiæknir. Formáli þýðandans. Óþarft er að beiðast afsökunar á þvi að haia þýtt og komið á iramfæri eftirfarandi kafla úr nýrri bók eftir Dr. Paul de Kruif: Baráttan viO daudann, og nægir að benda á það, að auk þess sem hér á i hlut hinn fróðasti læknir, er hann rétt- nefndur töframaður í frásagnarlist og vafalaust liinn snjallasti alþýðufræðari um heilbrigðismálefni, sem nokkurn tíma hefir tekið sér penna í hönd. Þar að auki er hér um að ræða efni, sem mjög hefir verið uppi á teningunum hér á landi nú undan- farið og verið rætt — að visu af smáu listfengi, en þó af enn minni skynsemi, jafnvel af þeim, sem nokkurs hefði mátt af vænta um hið síðarnefnda. Það er vafalaust fræðilega rétt, að nýmjólkin er kostamest •og heilnæmust fæða »eins og hún kemur úr kýrspenanum* og að nokkur hætta er á, að heilnæmi hennar kunni að spill- ast að einhverju ieyti við gerilsneyðingu, jafnvel liverri gerilsneyðingaraðferð sem beitt er. En þetta er aðeins frœði- lega rétt og einungis önnur heilbiigðishlið »mjólkurmálsins«. Hin hliðin, sem að reyndinni veit, er sú, að mjólkinni verður okki náð úr kýrspenanum og þvi síður komið viðs vegar til neyt- enda, hreinni og ómengaðri, heldur atast hún margvislega og er framar hverri fæðu ekki aðeins miðill, heldur gróðrar- stia hverskonar gerla og þar á meðal sýkla ýmsra hinna skæð- ustu sjúkdóma og jafnvel banvænna sótta. Enn nær hvorki 1ækni né þekking til að setja til fullnustu undir þessa hættu — með öðru en gerilsneyðingu — og er alt annað eftirlit með mjólkurframleiðslunni þvi miður ófullnægjandi, hversu visindalegu sem þvf er ætlað að vera. Sýkingarhættan af ðgerilsneyddri mjólk, sem dreift er út á meðal almennings, er svo mikil, að sú vafasama hætta, sem á þvi er, að nær- Iðunn XVIII. 19

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.