Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 5
IÐUNN
Dauðinn í mjólk.
291
mönnunum tilefni til að ihuga, hve hæglega þeim getur skjátl-
ast, er lærðustu mönnum yfirsést svo hraparlega, og lærðu
mönnunum sá lærdómur, sem þeim er, ef til vill, enn meiri
þörf á að festa sér í minni, að komið getur fyrlr, að smæl-
ingjunum sé opinberað það, sem vitringunum er hulið.
1.
Alice Evans uppgötvaði, að Bangssýkillinn og
Brucessýkillinn væru skilgetnir bræður. Og það afrek
vann hún áður en hún fór að starfa að gerlaveið-
unum í hinni rauðu tigulsteinsbyggingu á Fjallinu.
Þegar hún gerði þessa merku uppgötvun, var hún
ekki annað en starfsstúlka, sem fékst við smásjár-
rannsóknir á landbúnaðarrannsóknarstofu — og upp-
götvunin þötti raunar ekki merkilegri en það, að hinir
lærðu höfðingjar meðal gerlaleitarmanna um viða
veröld leyfðu sér að ypta öxlum yfir henni með
meðaumkun og lítilsvirðingu — því að hvað var
stúlkutetur, sem sat kengbogin yfir smásjá í landbún-
aðarrannsóknarstofu Bandaríkjanna?
Og því gat hæglega haldið áfram, að uppgötvun
hennar væri talin næsta lítilfjörleg niðurstaða, sem
aðeins hefði fræðilega þýðingu, ef McCoy hefði ekki
verið svo hygginn að veita henni atvinnu í hinni
Rauðu rannsóknarstofu sinni, þar sem menn iðka lifs-
hættulegar rannsóknir, en njóta útsýnis yfir Potomac-
ána, þegar upp er litið. Því að hér var það, að ung-
frú Evans færði sönnur á, að Bangssýkillinn — hin
lítilsvirta orsök burðarsóttarinnar í kúm — gæti vald-
ið sjúkdómum í mönnum og jafnvel dauða, nákvæm-
lega á sama hátt og bróðir hans, Brucessýkillinn.
í rauðu tígulsteinsbyggingunni, þar sem staðreynd-
irnar eru fyrir öllu, en afleiðingarnar teknar til athug-
unar síðar, gafst Alice Evans hið ákjósanlegasta tæki-
19*