Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 6
292 Dauðinn i mjólk. IÐUNN færi til að rannsaka sjúkdóminn, sem, án þess að nokkurn óraði fyrir, lá í leyni fyrir mönnum í mjólk- urbirgðum Evrópu og Ameriku. Þetta var viðkvæmt mál. Þvi að hér var gengið nærri meiri háttar hags- munamálum og blakað við státandi yfirborðsvísindum, þar sem Bangssýkillinn, er olli langvinnum, nagandi þjáningum og tærði sjúklingana með kveljandi köldu- flogum og svitasteypum mánuðum og misserum saman . . . átti sér því miður samastað í mjólkurkúm hinna fullkomnustu og iburðarmestu kúabúa og jafnvel þeirra, sem starfrækt voru undir visindalegu eftirliti. Og annað eins var vitanlega meiri háttar hneyksli. Og þegar Bangssýkillinn leyfði sér að gista slikar aðalbornar kýr, mátti fara nærri um, hve heimakominn hann hlaut að gera sig í hinum miður ættuðu kúm heimsins. Alice Evans veitti sannarlega ekki af að styðjast við hið rótgróna álit, sem rannsóknarstofan í rauðu tígulsteinsbyggingunni hafði á sér fyrir óskeik- ula nákvæmni. Það varð til þess, að visindamenn um allan heim töldu sér skylt að leita eftir þeim ágalla á mjólkurframleiðslunni, sem »öidusóitin« átti rætur að rekja til. Það var í samræmi við hinar beztu erfð kenningar Rauðu rannsóknarstofunnar, að Alice Evans rígnegldi staðreyndir sínar, eftir að hún sjálf var orðin svo veik, að hún hafði fyrir löngu síðan haft gildar ástæð- ur til að leggja niður alla vinnu. Það er langt frá því, að hinar einkennilegu tilraunir hennar hafi orðið til þess að uppræta úr mjólkurbirgðum Ameríku hinn herskáa sýkil danska dýralæknisins, Bernhardts Bang. En nú vitum vér svo mikið, einkum fyrir tilverknað Alice Evans, að ég get varist hættunni með þvi að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.