Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 9
IÐUNN
Dauðinn i mjóik.
295
ursýnishorn frá hinum tignustu kúm. Hér sat hún, af
því að yfirboðarar hennar höfðu, án nokkurs sýnilegs
tilefnis, lagt fyrir hana að gefa því gætur, hverskonar
gerlar fyndust í mjólk úr kúm, sem voru alt of hágöf-
ugar til þess að geta gefið frá sér gerla, er nokkur
hætta stafaði af . . .
Hún vann eins og vél og ýtti endalausum röðum
af glerjurn með mjólkursýnishornum undir smásjána.
Hún starði á hina takmarkalausu lest af allavega lit-
uðum gerlasýnishornum, unz hana verkjaði í augun
— og alt voru það gerlar, sem ekki voru nægilega
skaðlegir til þess að geta haft nokkra þýðingu. Hún
streittist við, gersamlega örvona, eins og allar ungar
stúlkur, sem sitja yfir smásjá. Hún hafði einskis að
bíða — og sízt frægðar eða frama. Hún gat ekki
komist hærra en að verða eins og hvert annað verk-
færi og þræll einhvers gerlaleitarmanns með karl-
mannsheila og þar af leiðandi skilningi á að nota
sér handavinnu hennar og þrældóm . , . og ef til vill
gat hún öðlast þá auðmýktarinnar fullnægingu að
sjá ritað: »Eftir N. N. og Alice C. Evans« undir fyrir-
sögn einhverrar greinar meðal þeirra, ef til vill al-
óþörfu, þúsunda vísindalegra ritgerða, sem vella út
úr stjórnarprentsmiðjunni.
Þannig taldi Alice Evans gerlana í mjólk hinna há-
velbornu kúa. Það gat jafnvel ekki svifið fyrir í draum-
um hins skarpasta læknisvisindamanns, að þetta starf
hennar snerti á nokkurn hátt Maltasóttina, eða yfir-
leitt nokkra sótt. Að visu hafði það komið fyrir árið
1905, að skipstjóri nokkur hélt skipi sínu, sem engin
man nú lengur hvað hét, frá ströndum Miðjarðarhafs-
ins. Skip þetta flutti geitur. Skipshöfnin gæddi sér á
geitamjólkinni og sparaði ekki við sig mjólkurneyzl-