Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 15
IDUNN
Dauðinn í mjólk.
301
missa fangs, og Maltasóttarsýkill Bruces væri sami
gerillinn.
En gat það verið? Það var svo. En var það nú svo?
Hún fór fram á nokkuð einkennilegt við Dr. Buck.
Hún vildi gjarna fá grislingafull marsvín og fékk
átta, nærri hnöttótt af ófæddum grislingum, skringi-
leg grey. Með taugatitringi, sem hún barðist á móti,
•og nærri ískyggilegri eftirvæntingu stóð ungfrú Ev-
ans við hliðina á Dr. Buck, er hann með liprum
handtökum spýtti Maltagerlinum í fjögur grislingafull
marsvín og Bangssýklinum í önnur fjögur.
»Á næstu tveimur dögum létu þrjú úr hvorum
flokki grislingunum. Fimm dögum eftir innspýtinguna
•dó eitt úr hvorurn flokki, og úr innýflum þeirra var
sáð í agar. Þremur eða fjórum dögum siðar komu í
ljós í báðum flokkum agarglasanna hinir sérkennilegu
gróðurblettir, sem lita út eins og daggardropar. Það
var engin leið að sjá nokkurn mun á gróðri hinna
tveggja gerla, fyr en hann hafði staðið í gróður-
skápnum svo að vikum skifti«.
Þannig hljóðaði hin skrumlausa skýrsla Alice Evans
nm þann viðburð í lífi hennar, er hrærði hinn vís-
indalega grundvöll, sem hún stóð á. Það voru sömu
gerlarnir, það var ekkert efamál — þessir tveir sýkl-
ar, sem engum gerlaleitarmanni í viðri veröld hafði
•dottið í hug að bera saman. Og það var ekki laust
við, að Alice Evans svimaði, er hún reyndi að gera
sér ljóst, hvað þessi staðreynd hafði að þýða . . .
kýrnar í kúabúum Ameríku voru unnvörpum smitað-
ar Bangssýklinum . . . En var hann hinn sami sem
Brucessýkillinn? Það var óhugsandi.
Hún efaðist, gerði tilraunir og var hikandi í hugs-
un eins og hún var hikandi í máli, feimin og upp-