Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 17
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
303
sagði hún löngu síðar. »Allir aðrir voru farnir, og hér
sat eg alein«.
Það var sannað. Undarleg breyting hafði átt sér
stað í bádum röðum prófglasanna. Nú sveimuðu ekki
gerlarnir jafnt dreifðir um allan vökvann í glösunum.
Vatnið var krystalstært í báðum röðum. í botni allra
glasanna, jafnvel í þeim, sem höfðu að innihalda að-
eins Viooo af blóðvessanum úr hinni ónæmu kú, voru
hvítar dreggjar af gerlum . . . í báðum röðum, jafnt
i þeim, sem höfðu að geyma Bangssýkla, og í þeim,
sem í voru Brucessýklar.
Hún sló í glösin. Upp í hið tæra vatn stigu flókar,.
samanlimdir kekkir — eins og snjóflyksur.
Hún var nú á leiðarenda.
5.
Kálfsburðarsýkill Bernhardts Bang og Maltasóttar-
sýkill Bruces voru bræður og tvíburar. Það var . . .
sannað.
»Mér var ekki alveg ljóst, hvað þetta þýddi«, sagði
hún mörgum árum síðar. »Eg vissi, að kálfsburðar-
sýkillinn smitaði kýrnar í kúabúum um þvera og endi-
langa Ameríku. Eg vissi, að meiri hluti mjólkurinnar
i Ameríku var ekki gerilsneydd. Eg hafði nú einmitt
sannað, að í reyndinni væri enginn munur á kálfs-
burðarsýklinum og Maltasóttarsýklinum. Svo að mér
skildist . . .«
En því miður var Alice Evans gersamlega óþekt.
Nafn hennar hafði, vísindalega séð, ekkert gildi. Hún
hafði þess vegna vaðið fyrir neðan sig, er hún lét
svo um mælt í greinargerð sinni:
»Með tilliti til hins nána skyldleika þessara tveggja
gerla og hinna mörgu tilkynninga um, að Bangssýk-