Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 19
ÍÐUNN Dauðinn í mjólk. 305 6. Auðvitað var hægt að túlka staðreyndirnar þannig, að rökin virtust vera á móti henni. Ef gerlarnir voru tviburar, því geisaði þá Maltasóttin ekki i Ameriku? Miljónir Ameríkumanna drukku ógerilsneydda mjólk úr smituðum kúm. Læknar vorir eru hinir árvökrustu læknar í heimi með nýtízku hugsunarhátt og starfs- aðferðir, og hvernig gat það þá átt sér stað, að ekki einn einasti þeirra hafðl rekist á nokkurt mannsbarn smitað Bangssýklum? í Minnesota hafði það að visu komið fyrir, að læknar tveir, Larson og Sedge- wick, höfðu fengið jákvæða svörun við Bangssýklum i blóði kvenna, sem hafði leystst höfn — og einnig i blóði barna, sem höfðu drukkið ógerilsneydda mjólk, sem smituð hafði verið hinum hættulegu sýklum. En þeim hafði ekki tekist að finna sjálfan sýkilinn, hvorki i konunum né börnunum — og þá var strompurinn búinn. Alice Evans var ekki læknir og ekki einu sinni stú- dent, hún var aðeins ungfrú Evans, svo að það var ekkert undarlegt, þó að hógværum umsóknum henn- ar væri visað frá. Engin af vorum dýru stofnunum, sem þéttskipaðar er æðri stéttar gerlaleitarmönnum og búnar öllum þeim tækjum og tækni, sem heimurinn á völ á: frá flóknustu mælitækjum fyrir hjartarann- sóknir niður i haglega smíðaðar tengur til að kippa með flísum út úr tánum á litlum drengjum — engin þeirra hafði nokkru sinni náð í eitt einasta tilfelli af Maltasótt, er sýkill Bangs hafði valdið. Er að undra, að þetta setti nokkurn hemil á ungfrú Evans? Hún hugsaði líka ráð sitt — í fjögur ár. Hún tók að efast um sínar eigin staðreyndir. Hún rannsakaði mjólk úr smituðum kúm til að komast að Iðunn XVIII 20

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.