Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Síða 26
312
Dauðinn í mjólk.
IÐUNN
dagslegustu aðstoðarstörf á gerlarannsóknarstofu,
skyldi hefja það heróp, er vakti lækna manna og
dýra til að leggja út í nýja stórorustu við sjúkdóm
og dauöa. Og vissulega sá hún sjálf, hversu skoplegt
þetta var — og hún hafði opin augun fyrir því, hve
öll sagan frá upphafi til enda var neyðarlega hvers-
dagsleg. »Það hefir ekki annað átt sér stað, en aö
tveir bræður og tvíburar hafa verið ættleiddir, hvor
af sinni fjölskyldu — lækni og dýralækni — og feng-
ið þess vegna hvor sitt ættarnafn«, skrifaði ungfrú
Evans. »í tuttugu ár kom enginn auga á ættarmótið
með bræðrunum og af þeirri einföldu ástæðu, að
enginn hafði séð »drengina« samtímis og á sama
stað«.
Annað var ekki um þetta að segja, og þessir tveir
gerlar, sem — eins og hún orðaði það sjálf — sýndu
henni sérstakan fjandskap, gáfu henni ekki mikinn
viðnámsþrótt. Og var þetta ekki tekið að þróast í þá
átt, að það færi nú að verða karlmannsverk?
Nú gerast ný tíðindi. Það var ungur vísindamaður
— hann var ekki læknir, en doktor í dýralæknisvís-
indum, svo og í heimspeki — við Cornellháskólann í
Ithaca. Hann hét Charles M. Carpenter. Hann leit út
eins og ungur háskólakennari, og þó höfðu ekki dott-
ið af honum gullhringarnir við að aka vagnhlassi af
gulrófum til bæjarins. Hann var ágætur dýralæknir
og bar manna bezt skyn á, hvílíkur voði Bangssýk-
illinn var fyrir kálffullar kýr, en reglulega skilmerki-
lega og óhrekjandi staðreynd þurfti þó til þess að
vekja hann tíl fullnustu cg velta honum út af því
spori, sem hann gekk eftir, er hann vann sín dag-
legu skyldustörf. Það vildi svo til, að ungur maður