Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Síða 27
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
313-
frá Danmörku stundaði nám við Cornellháskólann.
Hann bjó hjá Carpenter og lagðist veikur.
Læknarnir í Ithaca höfðu sagt, að taugaveiki gengi;
að manninum. En blóðrannsóknirnar sögðu nei. Þá
var það gert að óðatæringu, og honum var ekki tal-
in lífs von. Það var blátt áfram hneyksli, að Car-
penter, sem ekki var annað en kúadoktor — og heim-
spekingur — færi að sletta sér fram í þetta. En hann
þekti verk Alice Evans. Hann tók blóð úr sjúklingn-
um og rannsakaði það á sinni eigin rannsóknarstofu
— og það gaf jákvæða svörun við Bangssýklum.
Carpenter hafði ekki annað upp úr þessu en að hann
varð að athlægi læknanna i Ithaca. Aðeins einn þeirra
lét vera að hlæja. En ósennilegt var það, að svo al-
varlegur sjúkdómur gæti borist úr kúm í menn . . .
En annar stúdent veiktist í viðbót, og það sem
verra var — læknarnir töldu, að þar væri um að
ræða blóðeitrun af völdum keðjukokka. Þeir gátu bara
ekki fundið keðjukokkana. Carpenter sletti sér aftur
fram í þetta, og aftur fékk hann jákvæða svörun við
Bangssýklum.
Með þeirri þrautseigju og vandvirkni, sem Car-
penter var eiginleg, tók hann aftur blóð úr þessum
ungu mönnum og ræktaði gerlana í ýmiskonar gróð-
urvökvum. Hann vakti yfir þessum gróðri og stund-
aði hann með hinni mestu nákvæmni — því að Bangs-
sýklar eru ákaflega viðkvæmir utan likama manna
eða dýra — það er raunar eitt af kennimerkjum
þeirra. En hann fékk þá til að lifa og dafna. Sjö
sinnum endurtók hann blóðrannsóknirnar, og vona
skulum við, að sjúklingarnir hafi verið of sljóir til að
líða mikið við þenna einstaka áhuga hans. Nú var