Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 31
’IÐUNN Dauðinn i mjólk. 317 bölvans neyðarleg svör til að greiða andstæðingum, sem aðeins skröfuðu og rökræddu. En vist virtist þetta nærri vonlaust, að ungfrú Ev- ans og ungur dýralæknir, Carpenter að nafni, ein síns liðs, reyndu að þröngva upp á hundruð þúsunda ame- ríkanskra lækna, sem enn höfðu engan áhuga á mál- inu, þekkingu sinni á sjúkdómi, sem vafalaust lét nú allmjög til sín taka — og fá hann viðurkendan af iðnaði, er hafði billjónir dollara í veltunni og var alt annað en hrifinn af þessari rekistefnu . . . Þá barst hjálp þvert yfir Atlantshafið, frá deildar- stjóra við Blóðvessastofnunina i Kaupmannahöfn, Dr. med. Martin Kristensen. Hann hafði tekið sér fyrir hendur að rannsaka á stofnuninni blóðsýnishorn, sem bárust úr öllum landshlutum og voru úr fólki, sem var talið hafa taugaveiki. — Kristensen rannsakaði nú ekki þetta blóð aðeins vegna taugaveiki, heldur einnig vegna hugsanlegrar sýkingar af völdum Bangs- sýkla. Og á einu ári sýndi hann fram á fimm hundr- uð tilfelli af öldusótt — fleiri tilfelli en komu fyrir í allri Danmörku af taugaveiki og taugaveikisbróður. Sama árið kom Carpenter auga á nýjan, hræðileg- an möguleika. í New York fann hann Bangssýkil í andvanafæddu barni, ótimaburði. Löngu áður hafði læknir í New York, De Forest, veitt eftirtekt og skýrt frá fósturlátum meðal bændakvenna á bæjum, þar sem kýrnar voru smitaðar Bangssýklum. Hversu margar mæður fæddu börn sín fyrir tíma í öllu land- inu af því að hafa neytt ógerilsneyddrar mjólkur úr kúm, smituðum Bangssýklum? Dr. Martin Kristensen birti nýjar, uggvænar fregnir frá Danmörku. Hann hafði rekist á átta konur, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.