Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 35
IÐUNN Dauðinn i mjólk. 321 efagjam á allar staðreyndir, sem hann hafði ekki beinlínis sannprófað sjálfur. Francis er nú aðeins karl, þar sem hann vinnur í sinni litlu og alt annað en snyrtilegu rannsóknarstofu, bréf og skjöl á tætingi út um alt, hann talar og hlær hæðnishlátri, baðar út höndunum, grettir sig, svo að aðeins rifar í augun, og fer grófum og stundum blátt áfram óviðurkvæmilegum orðum um einhverja upp- götvunina, sem einhver vísindamaðurinn fullyrðir, að hann hafi gert. »Þeir vinna ekki með höndunum þess- ir karlar. Þeir nota heilann of mikið í vísindunum. Enginn okkar vinnur nóg með höndunum«. — En Francis er ekki hræddur við að láta hendur standa fram úr ermum. Með berum höndunum gróf hann upp sannleikann um hinn nýja, útbreidda, dularfulla sjúkdóm, tularœmi — kanínusóttina. Gegnum berar hendurnar smitaðist hann sjálfur af þessum bráðnæma sjúkdómi, og örmagna af veikinni hélt hann áfram að vinna, nærri viðþolslaus af kvölum, en beit á jaxl- inn og lét ekkert á sig fá. Og hann réð tularœmi- gátuna, svo að enginn hefir getað hreyft við neinu smáatriði í niðurstöðum hans. Verk hans var orðið sígilt, jafnvel áður en því var lokið. Það voru mikil lofsyrðí um Alice Evans, er hann lét á sér skilja, þegar á árinu 1926, að ef til vill hefði hún — óhugsandi væri það ekki — hina réttu hæfi- leika til einhverra mikilla afreka. í janúar 1928 fór að bera á hlægilegum óverufar- aldri meðal stúdentanna við Earlham College í Rich- mond i Indíana, og eins og vant var, var hverju nýju tilfelli gefið sitt sérstaka nafn, þangað til kvenlæknir við háskólann, Marian Farbar, sendi blóð úr sjúklingi Iðunn XVIII. 21

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.