Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 37
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
323
að þá var tekið til að gerilsneyða alla mjólk, sem
drukkin var í háskólanum.
í rannsóknarstofu sinni, þar sem alt óð á súðum,
bretti Francis upp ermunum og tók til óspiltra mál-
anna við þenna mjólkursjúkdóm. Hann byrjaði á því
að fást við geitasýkla í fullu fjöri, nýkomna úr mönnum,
þá viö svínasýkla, einnig úr mönnum, og loks við
Bangssýkla úr kúm. Honum var ljóst, að skuggasvein-
arnir höfðu siður en svo gefist upp, þrátt fyrir atburð-
ina í Ithaca, South Bend, Earlham — og alt annað.
Hinirmikilfenglegustu ogfrægustu vísindamenn höfðu
gerst talsmenn þess, að útrýma kálfsburðarsóttinni á
þann hátt að bólusetja kýrnar með lifandi Bangs-
sýklum — og þar að auki var við að etja Mjólkur-
búasambandið, sem aðeins seldi nýmjólk úr kúm, er
voru undir stöðugu dýralækniseftirliti. Það var með
réttu upp með sér af berklaprófuðu mjaltafólki, sem
sótthreinsaði á sér hendurnar, af kúnum með hvít-
þvegin júgur, fjósum sínum með hverskonar nýtizku
útbúnaði og þeirri hirðingu gripanna, að óþarfi var
að hita mjólkina, heldur mátti selja hana kaldhreinsaða
við hækkuðu verði. . . . Og það voru til skoplegir
menn, sem trúðu því, að náttúrleg mjólk, eins og
hún kæmi úr kýrspenanum, væri heilnæmari en mjólk
sem hefði verið gerilsneydd, hversu lítið sem hún
hefði verið hituð . . . Það var ógrynni af mjólk, sem
var dreift út um gervalt landið af hinum grandvör-
ustu mjólkurbúum, sem höfðu þá sannfæringu, að
unt væri að komast af án gerilsneyðingar.
Þau mundu öll hafa orðið mjög glöð, ef unt hefði
verið að sanna, að Bangssýkill svínsins væri hættu-
leg ófreskja, en Bangssýkiil kýrinnar sakleysið sjálft.
Francis skrifaði: »Þegar öllu er á botninn hvolft, er