Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 39
IÐUNN
Dauðinn i mjólk.
325
sig af því. En ég held, að ástæðunnar sé að leita í
forvitni þeirra, sem er svo mikil, að þeir gleyma
sjálfum sér, og vinnuákafanum, þegar þeir eru að
uppgötva nýja leyndardóma. Francis segir, að það sé
argvítuglega óþægilegt að vinna með gúmhönskum.
Francis átti bágt með að sætta sig við, að öldu-
sóttina mátti skýra á svo margvíslegan hátt. Hann gat
ekki umborið allar þessar rökræður um sjúkdóminn.
Bæði áður en hann lagðist, meðan hann var veikur
og eins fyrst á eftir, var hann undarlega leyndardóms-
fullur og hélt sig aðallega inni á litlu, óhreinu rann-
sóknarstofunni sinni, þar sem hann rak sig úr skugga
um hvern ágallann á fætur öðrum á þeim rannsóknar-
aðferðum, sem áttu að nægja til þess að greina í
sundur Brucessýkilinn og bræður hans, Bangssýkilinn
úr svínum og kúm.
Loksins tókst honum að gera það að vissu, sem
áður var að eins möguleiki.
Bangssýkill sá, sem er — upphaflega — úr kúm, er
mjög vandfæddur, þegar á að ala hann í gróðursúp-
um, utan líkama dýranna. Þessir Bangssýklar úr kúm
þarfnast kolsýru, ef þeir eiga að dafna. Aftur á móti
er Bangssýkill sá, sem er — upphaflega — úr svín-
um, fjarri þvi að vera vandfæddur og dafnar vel án
kolsýru.
Brucessýklarnir eru aldrei vandfæddir, hvort sem
þeir eru komnir úr geitum, kúm eða mönnum. Þetta
er munurinn, sem óhætt er að reiða sig á, þegar
greina skal Brucessýkilinn frá Bangssýklinum.
En Bangssýkill úr svíni getur borist i kýr og frá
þeim aftur í mjólkinni . . .
Og Francis hafði tekist að finna Bangssýkla, upp-
haflega úr kú, í blóði veikra manna — gerla, sem