Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 45
IÐUNN
Með strandmenn til Reykjavikur.
331
króknum ráðalausir og illa til reika og hugðu að láta
þar fyrir berast um nóttina. Hefði þá eflaust kalið í
svo miklu frosti, ef Björn hefði ekki fundið þá um
kvöldið.
Strandmennirnir lustu upp miklu fagnaðarópi, er
þeir sáu Björn, og þóttust eiga honum líf sitt að
launa. Hélt nú allur hópurinn heimleiðis að Kvískerj-
um, sem eru um sjö kílómetra fyrir vestan Krókinn.
Skipstjórinn var settur upp á hest Björns, því að hann
var maður aldraður, feitur og þungur á fæti og mjög
að þrotum kominn af göngunni. Hinir voru allir enn
þá færir til gangs, enda voru þeir ungir að aldri. Þó
varð Björn að selflytja þá á hesti sínum yfir Fjallsá
og Hrútá, sem er nokkru vestar á sandinum, því að
þær voru vatnsmiklar og illar yfirferðar.
Á Kvískerjum var ekki annað fólk heima um þess-
ar mundir en tvær systur Björns og unglingsdreng-
ur. Þau vissu ekkert um strandið, og var ekki laust
við, að þeim brygði í brún, er Björn kom með allan
hópinn heim í myrkri um kvöldið. Húsakynni voru
þá lítil á Kvískerjum, og því erfitt að koma skips-
höfninni fyrir. Var búið um hana í bæjarhúsi áföstu
við baðstofuna. Fékk hún nóg hey til að liggja á og
öll þau rúmföt, sem heimamenn gátu af hendi látið.
Strax um nóttina sendi Björn aðra systur sína til
næsta bæjar, Hnappavalla, sem eru fjórtán kílómetra
fyrir vestan Kvísker. Er þar yfir sand að fara og sjö
ár á leiðinni. Skyldi hún biðja að koma þaðan boðum
til hreppstjórans, Ara Hálfdánarsonar á Fagurhólsmýri,
en sá bær er næstur fyrir vestan Hnappa/elli. Ari brá
strax við um nóttina, kvaddi nokkra menn sér til
fylgdar og hélt austur að Kvískerjúm. Komu þeir
þangað í birtingu. Riðu þeir þaðan út að skipinu, og