Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 46
332
Með strandmenn til Reykjavikur.
IÐUNN
var einn skipsmanna í fylgd með þeim. Þeir náðu
matvælum og fatnaði úr skipinu og komu aftur heim
að Kvískerjum um kvöldið.
Þessu næst var Páll bóndi Jónsson í Svínafelli
fenginn til þess að riða vestur að Kirkjubæjarklaustri
og sækja Karl Einarsson sýslumann, en á meðan
héldu strandmennirnir kyrru fyrir á Kvískerjum.
Þegar sýslumaður kom austur í Öræfi, hófust samn-
ingar milli hans og Ara hreppstjóra og Páls í Svina-
felli um flutning á strandmönnunum til Reykjavíkur.
Var lögð áherzla á, að þeir yrðu komnir þangað fyrir 14.
febrúar, því þá þóttust menn vita um skipsferð þaðan til
útlanda. Skyldu þeir Ari og Páll leggjá þrjátíu hesta til
ferðarinnar undir menn og flutning og þar að auki
fylgdarmenn sem þurfa þætti. Sýslumaður stakk upp
á, að þeir fengju 2000 krónur fyrir ferðina, en þeir
kváðust ekki geta farið fyrir minni þóknun en 2500 krón-
ur, og varð það að lokum að samkomulagi. Þeir Ari og
Páll voru foringjar fararinnar, en íylgdarmenn þeirra
voru fjórir. Þeir voru Björn á Kvískerjum, Jón Sigurðs-
son, bóndi í Svínafelli, Jón Magnússon, bóndi i Svína-
felli, og Gísli Jónsson í Svínafelli. Alt voru þetta þaul-
æfðir vatnamenn og vanir löngum og erfiðum ferða-
lögum.
Að morgni hins 24. janúar, í allgóðu veðri, lagði
leiðangurinn af stað frá Kvískerjum. Var þann dag
haldið að Fagurhólsmýri. Það var stutt dagleið, en
strandmennirnir voru óvanir að ríða og báru ekkert
skynbragð á að stjórna hestum. Þess vegna varð að
siðla með þá lestaganginn fyrstu dagana, en úr því kom-
ust þeir upp á að hafa taumhald á hestunum, og tók
þá ferðin að sækjast nokkru greiðar.
Frá Fagurhólsmýri var farið næsta dag i bærilegu