Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 47
IÐUNN
Með strandmenn til Reykjavikur.
333
veðri að Svínafelli. Þar varð leiðangurinn að vera um
kyrt einn dag sökum snjókomu. Daginn eftir var
heiðríkt loft, norðankul og nokkuð frost. Þann dag
var haldið yfir Skeiðarársand og gist á Núpsstað og
Rauðabergi í Fljótshverfi. Daginn eftir var veður sæmi-
legt, og var þá farið að Prestbakka á Síðu og bæina
þar i kring.
Næsta dag komst Ieiðangurinn út í Meðalland í
bærilegu veðri og gisti á Hnausum, Feðgum og í
Króki. Var ferðin mjög torsótt yfir Grænlæk í Land-
broti. Féll hann milli skara, og var um hesthæð af
skarabrúnunum niður í vatnið, en vatnið var rúm-
lega í kvið. Varð að hrinda hestunum fram af skörinni
og láta strandmennina síðan fara á bak við
skararbrúnina, en við hitt landið varð að svifta þeim
af hestunum upp á ísinn, þvi að þeir gátu ekki
hafið sig upp úr með mennina á bakinu. Þegar
yfir um kom, kvaðst skipstjórinn svo aðþrengdur, að
hann treystist ekki til að fara lengra. En hér var
einskis annars úrkosta en að drífa hann með harðri
hendi á bak aftur, og teymdi Jón Sigurðsson undir
honum, það sem eftir var dagsins.
Næsta dag var norðanstormur með grimdarfrosti.
Þann dag var ferðinni haldið áfram út í Álftaver.
Kúðafljót var íslaust og féll í álum með sandeyrum
á milli. Varð að ferja strandmennina yfir álana á bát
og draga bátinn yfir sandeyrarnar á milli álanna. En
hestunum var sundhleypt. Urðu menn og hestar eins
og tólgarkerti, þegar upp úr fljótinu kom. Um kvöld-
ið gerði élmuggu, og gekk ferðamönnunum þá illa
að rata. Þó náðu þeir heim til bæja eftir nokkrar taf-
ir og erfiðleika og gistu að Mýrum, Þykkvabæjar-
klaustri og Norðurhjáleigu.