Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 49
IÐUNN Með strandmenn til Reykjavikur. 335 ugga nokkuð um það, hvar þeir yrðu látnir sofa um nóttina, því að um önnur rúm virtist ekki vera að ræða á heimilinu en rúm hjónanna og heimasætunn- ar. Að liggja í flatsæng á gólfinu virtist ekki vera sérlega fýsilegt eftir að böðunarmennirnir höfðu setið' þar inni og hrest sig á kaffidropanum. En úr þessu rættist áður en minst varði, því að húsfreyja vísaði þeim til hvílu í rúm dóttur sinnar. Var það vel hirt og þokkalegt. Þessu næst sjá gestirnir, að húsfreyja opnar stóra kistu, sem stóð fyrir innan hjónarúmið. Tekur hún að hreiðra til í kistunni, og að því búnu lætur hún dótt- ur sína hátta niður í hana. Þegar stúlkan er búin að reyta af sér spjarirnar og er lögzt fyrir í kistunni,. tekur húsfreyja að elta uppi tvo ketti, sem voru í baðstofunni. En kerling var feit í meira lagi og stirð í snúningum og náði því aldrei nema öðrum kettin- um. Stakk hún kisu niður í kistuna til dóttur sinnar og lokaði síðan kistunni. Þarna dúsaði heimasætan undir kistulokinu, þegar Öræfingarnir fóru um morguninn. Þann dag var stilt veður, og náðu ferðamennirnir að Þjórsárbrú og gistu þar allir. Þegar þangað kom, virtist skipstjórinn verða eitthvað einkennilegur, og hvarf hann skyndilega úr hópi samferðamanna sinna. Var hans leitað og fanst einsamall úti í hlöðu. Bráði þá af honum aftur. Daginn eftir var austan kaldi og snjókoma. Kom- ust þeir þá út í Ölfus, og gistu strandmennirnir í Auðsholti, en Öræfingarnir i Arnarbæli. Næsta dag brauzt leiðangurinn yfir Hellisheiði og kom í skuggsýnu um kvöldið að Kolviðarhóli. Þann dag snjóaði mikið, og var færðin vond á heiðinni. Daginn eftir, sem var hinn 6. febrúar, náðu þeir til Reykjavíkur og komu þangað að áliðnum degi i

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.