Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 51
IÐUNN Með strandmenn til Reykjavíkur. 337 Þá var frostharkan svo mikil, að isstönglarnir héngu niður úr nösunum á hestunum. Urðu þeir að krækja Ianga leið út með syðri Rangá til þess að komast yfir hana á haldi. Frá Ægissíðu ferðuðust þeir næsta dag að Steinmóðabæ undir Eyjafjöllum og bæjunum þar í kring. Þá var stilt veður og frost. Þaðan fóru þeir að Drangshlíð undir Eyjafjöllum í bærilegu veðri. Frá Drangshlíð héldu þeir að Vík i Mýrdal og voru þar nætursakir. Þaðan náðu þeir að Söndum i Meðal- landi. Sá bær stendur á vestri bakka Kúðafljóts. Komu þeir við í Þykkvabæjarklaustri. Þar hittu þeir Hjör- leif Jónsson, bónda í Sandseli, sem er á austurbakka fljótsins. Varð hann þeim samferða austur og mun hafa ætlað að leiðbeina þeim yfir Gvendarála, sem eru kvíslar úr Kúðafljóti og falla fyrir vestan Sanda. Þennan dag voru útsynningshryðjur, og gekk ferða- mönnunum illa að komast yfir álana. Þá átti heima á Söndum unglingsmaður, Eggert að nafni Guðmundsson, Ijósmyndari. Var hann þar á vist með móður sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur, er þá var orðin ekkja og bjó með Lofti, syni sínum. Þegar tekið er að rökkva um kvöldið, sér Eggert til ferða Öræfinganna vestan við Gvendarála. Þykist hann sjá, að þeim gangi illa að komast yfir álana, enda fór þá myrkur í hönd. Fær Eggert með sér Klemens Jónsson umgangskennara, sem þá var stadd- ur á Söndum, til þess að ríða til móts við ferða- mennina og hjálpa þeim yfir álana. Tókst það slysa- laust, þó að vötnin mættu heita illfær, því að dag- ana áður höfðu verið leysingar með miklum vatna- gangi. Komu þeir heim að Söndum nokkru fyrir dag- setur og gistu þar allir um nóttina. Næsta dag, hinn 17. febrúar, var loft heiðríkt fram Iöunn XVIII 22

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.