Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 55
IÐUNN
Meö strandmenn til Reykjavikur.
341
að hann fær tvisvar sinnum högg á höfuðið. Mun þá
straumurinn hafa þrúgað honum upp undir ísþekjuna.
Ekki kvaðst Björn hafa fundið til hins minsta ótta
við dauðann, og var honum það þó vel ljóst, að öll
sund væru lokuð með að hann bjargaðist lifandi úr
þessum heljargreipum. Hann gat enga björg sér veitt,
hvergi komið fyrir sig hendi né fæti, ekkert séð ann-
að ert hélugráa ísbreiðuna
yfir höfðinu á sér. Þó
reynir hann i lengstu lög
að verjast því að svelgja
vatnið, unz hann missir
meðvitundina. En hann
rámkar þó við sér aftur og
finnur þá, að hann heldur
sér með báðum höndum
einhvers staðar í ísskör.
Ekki var hann þá meira
ruglaður en það, að hann
fer að þreifa fyrir sér í
hægðum sínum með fót-
unum, hvort hann finni
nokkurs staðar botn til Björn Pálsson.
þess að spyrna við, svo
að hann geti hafið sig upp á skörina. En fljótið virt-
ist þarna óbotnandi. Ekki þótti Birni heldur ástæða
til að gefa hljóð af sér til þess að láta samferðamenn
sína vita, hvar hann væri niður kominn. Hann taldi
liklegt, að þeir sæju sig, ef þeir væru einhvers staðar
nærri, og björguðu sér, ef nokkur tök væru á að
veita honum hjálp. Og í þeirri von beitti hann síðustu
kröftum til þess að halda sér við skörina.
Þeir Ari og samferðamenn hans voru staddir á vest-