Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 56
342 Með strandmenn til Reykjavikur. iðunn urbakkanum, þegar mennirnir og hestarnir hurfu nið- ur í fljótið. Litlu síðar sjá þeir Eggerti skjóta upp í neðri vökinni ofanverðri, og var Klemens þá kominn niður á móts við vökina. Sló Eggert út annar hend- >nni, eins og hann væri að gera tilraun til að fóta sig á grynningu, sem var þar í vökinni, en í sama vet- fangi drógst hann niður i djúpið og kom aldrei upp aftur- ,KEn þar skildi feigan og ófeigan, að Birni skaut upp svo nærri skörinni, að hann náði handfestu í skararbrúnina, áður en hann færi aftur í kaf. Þeir Ari sjá það fyrst til Björns, að hönd er teygð upp úr vatninu og rétt upp á skörina vestan megin vak- arinnar, nokkru ofar en þar, sem vatnið féll undir ísinn. Því næst skýtur upp höfði og herðum, og sjá þeir þá, að þetta er Björn. Kastast hann und- an straumnum niður með skörinni, án þess þó að missa af henni tökum, unz hann ber þar að, sem vatnið fellur undir ísinn. Þar tekst honum loks að krækja olnbogunum upp á skör- ina. Lá hann næstum flatur á bakið í vatninu, þann- ig, að fæturnir stóðu undir skörina, en straumurinn svall á herðum honum. Undir eins og Klemens sér'Björn þarna hangandi á skörinni, hleypur hann upp með vökinni aftur og fær stiklað vestur yfir fljótið til Öræfinganna, þar sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.