Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 57
IÐUNN Með strandmenn til Reykjavíkur. 343 mennirnir og hestarnir fóru niður, því að nú var kom- inn skriður á ísinn og vökin uppfylt af samanþjöpp- uðum íshroða. Þá hafði Ari hlaupið heim að Söndum eftir broddstöng til þess að reyna ísinn út til Björns. Fann hann enga stöngina og grípur þá það, sem hendi er næst, en það voru nokkrar mjóar koparpíp- ur úr togara, fjögra til fimm álna langar, er lágu þar fyrir utan kálgarðinn. Hraðar hann för sinni alt hvað af tekur út á ísana til Björns. Á fljótsbakkanum gegnt Birni hittir hann Klemens. Taka þeir nú að reyna >sinn, og er hann mjög ótraustur, þegar í námunda dregur við Björn. Tekst þeim þó að fikra sig fram að skörinni með þeim hætti, að þeir leggja pípurnar þversum undir sig og skriða eða velta sér á]þeim fram til Björns. Þar var svellið að eins samanfrosið hröngl, er lagt hafði um nóttina, svo veikt, að það þoldi ekki þunga Björns, og gátu þeir því með engu móti lyft honum upp á skörina. Urðu þeir að brjóta vik upp í ísinn kring um hann og þoka honum jafn- óðum inn í vikið, þar til ísinn var orðinn það þykk- ur, að þeim tókst að tosa honum upp úr vatninu. Björn var orðinn mjög þrekaður, enda'hafði hann velkst all-lengi niðri í ísköldu jökulvatninu. Báru þeir hann milli sín heim að Söndum. Þegar þeir koma heim að bænum, spyr Guðrún húsfreyja, hvort Eggert sé kominn í fljótið. Þeir kváðu svo vera. Svarar þá húsfreyja og segir: »Flýtið ykkur að koma manninum inn. Eg skal sjá um að hjúkra honum, þvi að nóg er samt að orðið. Reynið svo að líta eftir Eggert«. Var Björn síðan borinn inn í baðstofu og háttaður niður í rúm. Fór húsfreyja undir^ eins að hjúkra honum, raða heitum vatnsflöskum í kringum hann, flóa handa honum mjólk og veita honum aðrar nauðsynlegar bjargir. Hinir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.