Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 59
IÐUNN
Með strandmenn til Reykjavíkur.
345'
náði hann heim að Svinafelli. Var það tveim dögum
síðar en samferðamenn hans komu heim. Trúði fólk
í Svínafelli varla sínum eigin augum, er það sá Björn
svo fljótt heim kominn eftir þessar svaðilfarir.
Björn sagði mér, að alla leiðina, þar til slysið vildi
til, hefði hann kent einkennilega mikils kjarkleysis
alt af þegar hann lagði út í vötn, en slíka tilkenningu
kvaðst hann aldrei hafa orðið var við í vötnum, hvorki
fyr né siðar.
Strandmennirnir sigldu frá Reykjavik til Skotlands
10. febrúar með póstgufuskipinu Láru.
Hestarnir fundust síðar um veturinn við vestri bakka
Kúðafljóts. Lík Eggerts fanst um vorið,.þegar ísa leysti.
Lá það uppi á vestri fljótsbakkanum. Hafði straumur*
inn kastað því undir íshrönn, er hrúgast hafði upp
á bakkann í leysingunum áður en slysið vildi til.
Lýk ég hér svo frásögn minni af þessu ferðalagi,.
sem gefur allátakanlega hugmynd um hrakninga
margra útlendra sjómanna, er strandað hafa fyr og
siðar við Skaftafellssanda, og langferðir Skaftfellinga,
áður en brýr koinu á vatnsföllin og bifreiðar fóru að
ganga austur um sveitirnar. En saga mín er skrásett
að Fagurhólsmýri í Öræfum 1. september annó 1933
eftir Ara hreppstjóra Hálfdánarsyni og Birni Páls-
syni á Kvískerjum, er þar var þá staddur. Nokkr-
um atvikum um atburðina við Kúðafljót jók ég við
haustið 1934 eftir frásögn Klemens Jónssonar, sem
nú er kennari á Álftanesi. Og örfáum atriðum hefi
ég bætt við frásögn þessara manna úr gamalli ísafold.
Þórbergur Þórðarson