Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 63
IÐUNN Ljós heimsins 349 Hvaða helvítis pláss erþetta eiginlega? sagði Tommi. Ég veit ekki, sagði ég. Við skulum koma niður á stöð. Við höfðum komið inn í bæinn öðru megin og ætl- uðum út hinu megin. Það lyktaði af rotuðum gærum og trjáberki og sagi í haugum. Það var að dimma, þegar við komum, og nú, eftir að di nt var orðið, þá var orðið kalt og byrjað að hema á pollum. Niðri á stöðinni voru fimm hórur að bíða eftir að lestin kæmi, og sex hvítir menn og fjórir rauðskinnar. Það var þröngt og hiti frá ofninum og fult af stybbu. Þegar við komum inn, var enginn að tala og farmiða- salan lokuð. Getið þið ekki lokað á eftir ykkur, sagði einhver. Ég gáði, hver hefði sagt það. Það var einn af þeim hvítu. Hann var í buxum með skinnklofi og togleður- skóm og vaðmálsskyrtu eins og hinir, en hann hafði ekki húfu og andlitið á honum var hvítt og hendum- ar á honum voru hvítar og grannar. Ætlarðu ekki að loka þeim? Ætli ekki, sagði ég og lokaði þeim. Takk, sagði hann. Annar af hvítu mönnunum fnas- aði. Nokkurn tíma kássast upp á kokk? spurði hann. Nei, sagði ég. Kássastu upp á þennan, — hann leit á kokkinn. Hann vill láta kássast upp á sig. Kokkurinn leit í öfuga átt og beit saman vörunum. Hann klínir sítrónusafa á lúkurnar á sér, sagði maðurinn. Hann mundi ekki drepa þeim í diskaskólp, þó líf lægi við Sko, hvað þær eru hvítar. Ein hóran skelti upp úr. Það er sú stærsta hóra, sem ég hefi nokkurn tíma séð á æfi minni, og sá

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.