Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 70
356 Ljós heimsins. IÐUNN eru sólgnir í mig, þó ég sé stór, og þú veizt það, og ég lýg aldrei, og þú veizt það. Láttu mig i íriði með mínar endurminningar, sagði Ljóska, mínar sönnu, dásamlegu endurminningar. Lísa leit á hana og síðan á okkur, og. það var horfinn af andliti hennar allur skælusvipur, og hún brosti, og hún hafði hér um bil það friðasta andlit, sem ég hef á æfi minni séð. Hún hafði laglegt and- lit og fallegt slétt hörund og elskulega rödd, og hún var alminleg og virkilega góðleg. En almáttugur, sú brussa. Hún var eins stór og þrír kvenmenn. Tomm sá, að ég var farinn að horfa á hana og sagði: Komdu, við skulum fara. Verið þið sælir, sagði Lísa. Hún hafði sannarlega viðfeldna rödd. Verið þið sæl, sagði ég. Hvaða leið eigið þið, drengir? spurði kokkurinn. Hina leiðina, sagði Tomm. Halldór Kiljan Laxness þýddi. Kvöldvísa. Sígur sól til uiOar. Sofnar döggvuð grund. Lind I legni niðar. Lognbjört slafa sund. -----Þokast þungi af hvörmum. Þreytta jarðar-drótt vefur yndisörmutn ástblið sumarnótt. Jón Þórðarson frá Borgarholti.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.