Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Síða 70
356
Ljós heimsins.
IÐUNN
eru sólgnir í mig, þó ég sé stór, og þú veizt það, og
ég lýg aldrei, og þú veizt það.
Láttu mig i íriði með mínar endurminningar, sagði
Ljóska, mínar sönnu, dásamlegu endurminningar.
Lísa leit á hana og síðan á okkur, og. það var
horfinn af andliti hennar allur skælusvipur, og hún
brosti, og hún hafði hér um bil það friðasta andlit,
sem ég hef á æfi minni séð. Hún hafði laglegt and-
lit og fallegt slétt hörund og elskulega rödd, og hún
var alminleg og virkilega góðleg. En almáttugur, sú
brussa. Hún var eins stór og þrír kvenmenn. Tomm
sá, að ég var farinn að horfa á hana og sagði: Komdu,
við skulum fara.
Verið þið sælir, sagði Lísa. Hún hafði sannarlega
viðfeldna rödd.
Verið þið sæl, sagði ég.
Hvaða leið eigið þið, drengir? spurði kokkurinn.
Hina leiðina, sagði Tomm.
Halldór Kiljan Laxness
þýddi.
Kvöldvísa.
Sígur sól til uiOar.
Sofnar döggvuð grund.
Lind I legni niðar.
Lognbjört slafa sund.
-----Þokast þungi af hvörmum.
Þreytta jarðar-drótt
vefur yndisörmutn
ástblið sumarnótt.
Jón Þórðarson frá Borgarholti.