Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 73
IÐUNN Kommúnismi og kristindómur. Blásnir upp af rembingi þröngsýnna kennisetninga halda sumir menn, að þeir framgangi í sjálfum alvís- dóminum, enda þótt sannleikurinn sé sá, að þeir láta sér nægja asklok fyrir himin. Eitthvað svipað virðist mér vera ástatt fyrir Skúla Guðjónssyni, þeim, sem skrif- ar í 1—2 hefti Iðunnar þ. á., og á að heita andsvar við grein minni í Iðunni í fyrra. Nu væri það að í sjálfu sér gaman að eiga orðaviðskifti við sanngjarna og skynsama menn um þessi efni. Hygg ég, að það gæti orðið ávinningur hvoru tveggja málefninu, ef opinberar umræður fengjust um þessi efni, blátt áfram og öfgalaust. En ekki er sýnilegt, að neins þvílíks sé að vænta af Skúla þessum Guðjónssyni. Hann slær að vísu mikið um sig í blindni kreddu sinnar. En það djarfar hvergi fyrir skilningi á einu einasta at- riði, sem við hann hefir verið sagt, Hann skilur ekki einu sinni svo mikið sem fyrirsögnina á grein minni, og þá er ekki við meiru að búast. Misskilningur Skúla þessa er þannig svo margvís- legur og alhliða, að það yrði bæði of langt mál og óskemtilegt að fara að eltast við hann út í æsar. Slikt kemur ekki til mála. En af því að þessi maður er nú samt sem áður að berjast við að reyna að hugsa, og slik viðleitni er altaf viðurkenningarverð, þá þykir mér rétt að skrifa fáein orð í tilefni af ritsmíð hans, enda þótt eg hefði kosið mér ánægjulegri rit- höfund til að deila við. Áður en lengra er farið, vil ég benda mínum heiðr-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.