Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 78
364 Kommúnismi og kristindómur. IÐUNN væri fullur af hleypidómum á þessu sviði, og svo Lenin engu síður, þá má virða það þessum mönnum nokkuð til vorkunnar. Þeir voru fyrst og fremst fullir af áhuga fyrir umbótum á kjörum öreiganna, og tók það hug þeirra allan, en báru hins vegar litið skyn- bragð á trúarleg efni. Þau trúarbrögð, sem þeir kyntust, einkum Lenin, voru á fremur lágu stigi. Það er al- kunna, að rússneska kirkjan var einhver fáfróðasta og hjátrúarfylsta stofnun af þeirri tegund í Evrópu. Og Lenin leit á hana, eins og rétt var, sem eins konar leifar miðaldanna og taldi hana stórlega til fyrirtafar hinni nýju menningu, sem hann vildi innleiða. Mér dettur ekki í hug að neita því, að þetta var í höfuð- atriðunum rétt. En það, sem Lenin skildi ekki, og það, sem arftakar hans í skoðunum skilja enn þá síður, er, að grísk-kaþólska kirkjan stóð í sama hlutfalli við kirkju mentaðra nútímamanna eins og t. d. léns- stjórn miðaldanna við Sovét-Rússland. Þessir miklu kennifeður kommúnismans litu á allar trúarlegar hreyfingar út frá þröngu, tímabundnu sjónarmiði, og þeir voru, eins og margir aðrir kennifeður, svo hug- fangnir af sínum eigin kennisetningum, að þeir héldu að þeir gætu sett öll fyrirbrigði lífsins á sinn vísa stað inn í kerfið til að styðja ályktanirnar. Slíkar spilaborgir hefir mannsandinn iðulega bygt sér, og það hefir venjulega komið í ljós, að þvi meir sem mönnum hefir verið um það hugað að sanna einhverja kenningu og einblínt fast á það, því glapsýnni hafa þeir orðið á gildi röksemdanna. Sjálft lífið hefir sprengt af sér sérhvern kenningaham, og andleg reynsla kynslóðanna hefir vaxið upp úr hverri þeirri hringa- brynju, sem kreddusmiðir, í hvaða málum sem eru, hafa soðið saman. Og þegar nú hinir harðsoðnu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.