Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 79
IÐUNN Kommúnismi og kristindómur. 365 kommúnistar, sem auðvitað eru i flestum tilfellum stórum þröngsýnni en Lenin og aðrir foringjar þeirra, stofna með sér guðleysingjafélög til að vinna á móti trúarbrögðum með trúarlegri ákefð, þá sjá og skilja aðrir vitrari menn, að kommúnisminn er ekkert annað en trúarbrögð út af fyrir sig — hreyfing borin uppi af trúarlegum hita og bygð á trúarlegum forsendum. Þetta hafa gáfaðir bolshevikar, eins og rithöfund- urinn Anatoly Lunacharsky og skáldið Maxim Gorki, skilið og viðurkent afdráttarlaust. Lunacharsky kemst t. d. þannig að orði í riti sínu: -»Trú og jafnaðar- stefna«: »Sem heimspeki er marxisminn nýtt, samfelt trúarlegt kerfi«.*) »Það þýðir ekkert«, segir hann, »fyrir jafnaðarmenn, að reyna að afsaka hirðuleysi sitt um trúarbrögðin eða fjandskap gegn þeim með þeirri ástæðu, að orðið trúarbrögð (religion) er iðu- lega sett í samband við afturhald. Hrein orð koma frá hreinum vörum. Og jafnaðarstefnunni mundi verða ávinningur að því, ef hún segði: Já, eg em ný og voldug trúarleg hreyfing, og eg mun drekka í mig öll önnur trúarbrögð og koma í staðinn fyrir þau, og þannig hefja trúarbrögðin til æðri áhrifa«. Þannig ritar nú þessi maður, sem um eitt skeið var sam- starfsmaður Lenins, ritstjóri bolshevikablaðs og talinn tilheyra vinstri væng bolshevikaflokksins. En hann hafði það fram yfir Lenin, og þeir Gorki, að þeir voru skáld og skildu þess vegna betur eðli trúarlegra hreyfinga. Meginþorri flokksins tók hins vegar að erfð, skilningslaust, hleypidóm Lenins gegn orðinu »religion«, og meðan guðleysingjafélagið hamaðist af mestum trúarfjálgleik á móti trúarbrögðum, gerðu ') Religion and Socialism, Vol. II. bls. 213.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.