Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 80
366 Kommúnismi og kristindómur. iðunn þessir sömu menn tilraun til að stofna trúarlegt fé- lag um persónu Lenins. í hverri opinberri stofnun og félagshúsi var hið svo nefnda »rauða herbergi« með brjóstmynd Lenins uppi á altarinu, umvafinni rauðum fánum, en á veggina voru letruð ýms spakmæli hans. Inn í þessar kapellur söfnuðust áhangendur hans til að sökkva sér ofan í rit hans og ræða málefni sín. Það var einnig gerð tilraun til að festa í gildi »rauðar skírnir«, »rauðar giftingar« og »rauðar jarð- arfarir«. Alt voru þetta auðvitað trúarlegar athafnir í anda kommúnismans, og Trotzky, sem var þessu mjög fylgjandi, telur i bók sinni »Questions of Social Customs« mikla þörf og réttmæta fyrir slik ytri tákn tilfinningalífsins, ekki að eins í einkamálefnum, heldur og við hátíðahöld ríkisins. Vill hann láta koma á stofn eins konar trúarlegri þjónustu (kultus) í anda byltingarinnar (bls. 51, útg. 1923). Þannig er þá ástatt með rússnesku kommúnistana, að enda þótt þeir i orði kveðnu berjist á móti »trú- arbrögðum«, þá eru þeir samt sem áður »trúaðir« í raun og veru. Sá illi andi, sem þeir þykjast hafa rek- ið út, hefir farið og sótt sjö aðra sér verri. Hin rúss- neska sál er »ólæknanlega trúhneigð«. Og kommún- isminn er að eins ein grein á meiði trúarbragðanna, og því stækari sem hann er, ofsafengnari og einsýnni, þvi meir líkist hann trúarflokkum eins og hjálpræðis- hernum eða innra trúboðinu. III. Þeir, sem hafa skömm á öllu trúar- ofstæki, eru ekki vitund hrifnari af því í stjórnmálum en í kirkjumálum. Þetta leysir þá gátu, sem er of strembin fyrir Skúla Tvenns konar trú.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.