Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 4
dómstólar túlka lögin, auk þess sem þekking á réttarkerfinu sjálfu er mikilvæg, en eins og kunnugt er hefur það tekið grundvallarbreytingum á síðustu árum. Öruggt er að endurmenntunin hlýtur að verða eitt aðal viðfangsefni lögfræð- ingafélagsins hér eftir sem hingað til. Nú á tímum tölvunnar og netsins felst í þessu endurmenntunarhlutverki einnig að kynna lögfræðingum möguleika þessara miðla við gagna- og upplýsingaöflun á sviði lögfræðinnar. Möguleik- arnir eru óþrjótandi og um leið eykst mikilvægi þess að á endurmenntunarmál- um lögfræðinga sé vel haldið. Lögmannafélagið á tímamótum Um þessar mundir stendur Lögmannafélag íslands á tímamótum. í vor voru samþykkt ný lög um lögmenn, lög nr. 77/1998. Samkvæmt þeim lögum er nú í raun lagt fyrir félagið að skipta starfsemi sinni í tvennt frá því sem verið hefur. Aðallega mun félagið sjá um um lögbundið eftirlits- og agavald með félags- mönnum sínum. Öllum lögmönnum er skylt að vera aðilar að félaginu vegna þessarar lögbundu skyldu þess. Að auki er í nýju lögunum veitt heimild fyrir því að starfrækja sérstaka deild innan félagsins til að annast önnur málefni fyrir félagsmenn. Það sem helst kemur til álita í því sambandi er væntanlega áfram- haldandi starfsemi þeirra þátta sem hingað til hafa verið reknir af lögmannafé- laginu. Hér er t.d. átt við rekstur bókasafns, útgáfu Lögmannablaðsins, endur- menntunamámskeið, rekstur sumarhúsa o.fl. Ekki verður skylduaðild að þess- um þætti starfseminnar, sem er breyting frá því sem verið hefur, og ekki liggur enn fyrir hvemig lögmenn almennt bregðast við þeirri nýbreytni, þ.e. hvort þeir láta nægja að vera aðilar að hinum skyldubundna þætti félagsstarfseminnar eða hvort þeir gerist einnig aðilar að frjálsu deildinni. Sameinum kraftana Ekki er skylduaðild að Lögfræðingafélagi íslands. Að þessu leyti verður að- staða hinnar frjálsu félagsdeildar lögmannafélagsins og lögfræðingafélagsins hin sama þegar ný lög um lögmenn taka gildi um næstu áramót. Verkefni þess- ara tveggja félaga geta sem best farið saman. Sameining og hagræðing hvers konar hefur verið áberandi í fyrirtækjarekstri hér á landi upp á síðkastið. Af hverju ætti slík hagræðing ekki einnig að ná til félagasamtaka? Það er augljóst að sameining hinnar frjálsu deildar lögmannafélagsins og lögfræðingafélagsins undir merkjum Lögfræðingafélags íslands, félags allra lögfræðinga hér á landi, er fýsilegur kostur á þessum tímamótum. Starfsemi hinna lögfræðingafélaganna þriggja sem nefnd hafa verið gæti einnig rúmast í félaginu, t.d. í sérstökum deildum þess. Með því móti mætti efla enn frekar starfsemina og myndi sú samnýting kraftanna nýtast öllum lögfræðingum. Þannig myndi t.d. útgáfa ýmiss konar lesefnis og fréttabréfa fyrir lögfræðinga verða markvissari og öfl- ugri. Það mætti t.d. hugsa sér útgáfu tímarits fyrir lögfræðinga sem kæmi út mun oftar en Lögmannablaðið gerir nú. Þannig mætti sameina í raun útgáfu 256
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.