Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 16
eftir að henni var komið á laggimar. Sett var á fót sérstök undimefnd, svonefnd kröfugerðarnefnd, undir forystu Jónatans Þórmundssonar, þáverandi fulltrúa ríkissaksóknara (nú prófessors). Sendi nefndin dómsmálaráðherra m.a. bréf með kröfum um launahækkanir fyrir dómara og dómarafulltrúa og var því fylgt eftir með viðtölum við dómsmálaráðherra. Var almenn skoðun á vettvangi lögfræð- ingafélagsins að kjaramál dómara og dómarafulltrúa væm í miklum ólestri. Aðalfundur 1969 lýsti yfir fullum stuðningi við launakröfur dómara og dóm- arafulltrúa. Ekki bar barátta þessi þó ávöxt að sinni. Var því borið við af hálfu ráðherra að ekki væri unnt að taka afstöðu til sjónarmiða kjaramálanefndar vegna heildarsamninga um laun opinberra starfsmanna sem þá stóðu yfir. í skýrslu um störf lögfræðingafélagsins fyrir árin 1971-1972 era kjaramál nokkuð til umræðu. Á þessum tíma stóð yfir endurskoðun á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 1962 og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954, auk þess sem endurskoðun kjarasamninga stóð yfir. Vora vonir bundnar við að endurskoðun þessi myndi leiða til bættra kjara háskólamanna í þjónustu ríkisins, þ.m.t. lögfræðinga. Þótti af þessum sökum ekki tilefni til veralegra átaka í kjaramálum.13 Á árinu 1973 vora mikið til umræðu ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 43/1973. Af þeim leiddi m.a. að BHM skyldi fara með fyrirsvar ríkisstarfsmanna innan sinna vébanda við gerð aðalkjarasamnings en einstök aðildarfélög, eins og t.d. Lögfræðingafélag Islands, skyldi fara með gerð sérkjarasamnings. Einsýnt þótti að lögin hlytu að hafa í för með sér veralega breytingu á verkefnum félagsins. Var af því tilefni boðað til fundar lögfræðinga í þjónustu ríkisins. Á sérstökum fundi félagsmanna Lögfræðingafélags Islands var stofnuð sérstök samninganefnd til að fjalla um gerð sérkjarasamnings. I kjölfar þess kom upp ágreiningur milli félags stjómarráðsmanna og lögfræðingafélagsins um það hver ætti að fara með samningsumboð fyrir lögfræðinga í opinberri þjón- ustu. Sprattu af þessu umræður innan félagsins sem leiddu til breytinga á lögum þess sem fólu í sér stofnun sérstakrar kjaramáladeildar ríkisstarfsmanna. Var skip- an þessara mála reglulega til umræðu á vettvangi félagsins næstu árin eða þar til sérstakt félag Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu var stofnað en það félag tók við samningsumboði því sem lögfræðingafélagið hafði á árinu 1978.14 Má segja að þar með hafi beinum afskiptum lögfræðingafélagsins af kjaramálum fé- lagsmanna lokið. (Sjá frásögn um BHM í TL75) Þótt Lögfræðingafélag íslands hafi eftir þetta átt aðild að BHM fóru bein samskipti við bandalagið minnkandi eftir að afskiptum af kjaramálum fé- lagsmanna var hætt. Þetta kemur m.a fram í skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1983-1984 og aftur í skýrslu fyrir starfsárið 1985-1986. Þar er áréttað það við- horf stjórnar að Lögfræðingafélag íslands sé fyrst og fremst fræðafélag en bein kjaramál annist aðrir aðilar t.d. Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu. 13 Þór Vilhjálmsson: „Skýrsla um störf lögfræðingafélagsins 1971-1972“. Tímarit lögfræðinga 1973, bls. 26-27. 14 Már Pétursson: „Frá ríkisstarfsmannadeild". Tímarit lögfræðinga 1980, bls. 187. 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.