Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 17
Vegna tengsla Lögfræðingafélags íslands við BHM komst á sú regla að stærsti hluti félagsgjalda í lögfræðingafélagnu rann til BHM m.a. til að mæta þeim kostnaði sem hlaust af fyrirsvari BHM í hagsmuna- og kjaramálum ein- stakra félagsmanna lögfræðingafélagsins. Eftir að beinum afskiptum lögfræð- ingafélagsins af kjaramálum félagsmanna var hætt fór að bera á óánægju með framlag félagsins til BHM. Var mál þetta reglulega á dagskrá á vettvangi fé- lagsins. í skýrslu fyrir starfsárið 1986-1987 er þetta mál m.a. til umræðu. Gætir þar mikillar óánægju með framlagið til BHM. í stjórninni kom fram að taka bæri til alvarlegrar skoðunar hvort hætta ætti aðild félagsins að bandalaginu. Þetta mál er aftur til meðferðar á starfsárinu 1988-89, einkum það fyrirkomulag að hluti félagsgjalda renni til BHM. Árið eftir kom síðan fram tillaga um úrsögn úr BHM. Á starfsárinu 1991-1992 var ákveðið að hrinda í framkvæmd úrsögn úr bandalaginu að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu sem fjallað var um áfélagsfundi 18. september 1990. 5.3 Útgáfustarfsemi Sem fyrr er rakið var gert ráð fyrir því í lögum félagsins að hlutverk þess væri m.a. að stuðla að vísindalegum rannsóknum í lögfræði. Það skyldi m.a. gert með því að styrkja útgáfu lögfræðirita. Fyrirferðarmesti þátturinn í útgáfustarfsemi félagsins hefur verið og er útgáfa Tímarits lögfræðinga en félagið tók við útgáfu þess árið 1960. Lögmannafélag íslands hóf útgáfu Tímarits lögfræðinga 1951. Þá var svo ástatt hér á landi að ekkert tímarit um lögfræðileg efni var gefið út. Lagastúdentar við Háskóla ís- lands höfðu þá um nokkurt skeið gefið út Úlfljót en höfðu orðið að hætta útgáf- unni um tíma m.a vegna kostnaðar. Af þessum sökum réðst lögmannafélagið í útgáfu Tímarits lögfræðinga. Þegar Lögfræðingafélag íslands var stofnað þótti stjórn lögmannafélagsins sjálfsagt að hið nýja allsherjarfélag lögfræðinga tæki við útgáfu þess og hófust fljótlega viðræður milli félaganna um það. Strax frá upphafi setti stjóm Lögfræðingafélags íslands sér það takmark að efla tímaritið og ætla meira rými til að fjalla um margvísleg félagsleg efni varðandi lögfræð- inga. Hefur Lögfræðingafélag íslands gefið út tímaritið allar götur síðan. Er enginn vafi á því að það er nú mikilvægasti vettvangur umræðna um lögfræði- leg málefni hér á landi. Fyrsti ritstjóri Tímarits lögfræðinga var Einar Amórs- son, en hann var ritstjóri þess á árunum 1951-1953. Síðan þá hafa þessir menn ritstýrt tímaritinu: Theodór Líndal 1954-1972, Þór Vilhjálmsson 1973-1983, Jónatan Þórmundsson 1984-1989, Friðgeir Björnsson og Steingrímur Gautur Kristjánsson 1990-1993, en frá 1994 hefur Friðgeir Björnsson stýrt því einn. Þegar Tímariti lögfræðinga sleppir hefur eiginleg útgáfustarfsemi á vegum félagsins verið lítil og hafa hugmyndir frumkvöðla félagsins því lítt gengið eftir að því leyti. Má raunar segja að atfylgi félagsins í því efni sé ekki jafn brýnt og áður var þar sem útgáfa lögfræðirita á íslensku er nú mun meiri og fjölskrúðugri en var þegar félagið var stofnað. Þó er rétt að geta þriggja rita sem félagið hefur gefið út eða staðið fyrir. 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.