Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 104

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 104
Nytjastefnumenn hafa reynt að verja kenningu sína með ýmsum hætti. Þeir hafa bent á að ekkert sé til sem heiti að refsa saklausum. Það liggi í skilgrein- ingu á hugtakinu refsing að sá sem refsingu hlýtur þurfi að vera sekur um af- brot, því sé allt tal um refsingu saklausra ein þversögn út í gegn. Þessum rökum hefur hreinlega verið hrundið sem útúrsnúningi. Þá hafa nytjastefnumenn reynt að halda því fram að kenning þeirra réttlæti ekki refsingu saklausra þar sem það geti aldrei átt við að besta niðurstaðan fyrir sem flesta, þegar til lengri tíma er litið, fáist með því að refsa saklausum. Það er þó vel hægt að ímynda sér aðstæður þar sem nytjastefnumaður myndi krefjast þess að saklausum yrði refsað. Lítum á eftirfarandi dæmi: Glæpur er framinn í litlum bæ þar sem tveir hópar bæjarbúa hafa lengi eldað grátt silfur. Þær aðstæður skapast, vegna glæpsins, að borgarastríð er um það bil að brjótast út. Eina leiðin til að koma í veg fyrir skær- urnar er að upplýsa glæpinn og refsa fyrir hann án tafar. Lögreglan er í vanda því hún getur ekki upplýst glæpinn. Lögreglustjóri, sem er trúr nytjastefnunni, falsar sönnunargögn til þess að fá mann dæmdan til refsingar fyrir glæpinn ef það er víst að það lægi öldumar í bænum. Þetta telur hann réttlætanlegt ef það er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir hinar fyrirsjáanlegu hræðilegu afleið- ingar fyrir meirihluta bæjarbúa. Andstæðingar nytjastefnunnar byggja gagnrýni sína því að mestu á því að refsikenning, sem heimili fórn saklausra, sé gagnslaus til að réttlæta refsingu ríkisvaldsins. Það sé siðferðileg grundvallarregla að bannað sé að refsa sak- lausum. Til að svara þessu halda nytjastefnumenn því fram að siðferðilegar grundvallarreglur megi ekki kalla á óskynsamleg viðbrögð, skynsamlegt sé að velja skárri kostinn af tvennu illu, sem sé það sem lögreglustjórinn í dæminu yrði að gera. Nytjastefnumenn draga það hreinlega í efa að það sé alltaf rangt að fórna saklausum. Það geti vel verið siðferðilega rétt að fóma minni hagsmunum fyrir meiri, jafnvel þótt saklausum sé fórnað. 4.2 Takmörkuð nytjastefna Með takmarkaðri nytjastefnu virðist komist hjá þessu vandamáli, að heimila refsingar saklausra, með því að gera það einnig að skilyrði að ekki sé brotinn réttur á neinum sem hann hefur ekki sjálfur fyrirgert. Takmörkuð nytjastefna hefur þó þann annmarka, eins og hreina nytjastefnan og allar aðrar kenningar um refsingar sem byggjast á leikslokum, að geta ekki réttlætt refsingu sekra í sumum tilfellum. Enn er það sjálft grundvallarmarkmiðið, svo göfugt sem það virðist vera, sem verður kenningum þessum að falli sem réttlætingu fyrir refsingu rrkisins. Þetta má skýra með tilbúnu dæmi. Hitler finnst á lífi og við góða heilsu á eyju í Suðurhöfum. Það er engum vafa undirorpið að hann er sekur um þjóðarmorð fyrir 50 árum. Hann hefur hins vegar iðrast gerða sinna og lifir nú einlífi þar sem hann getur ekki skaðað nokkum mann. Enginn veit af honum þarna nema 356
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.