Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 33
öld, Kringlu sem rituð sé innan tímamarkanna 1250-70, líklegast á árabilinu
1258-64 og Grágásartexta Staðarhólsbókar sem ritaður hafi verið milli 1260-
70, eða ef til vill enn síðar.22
3. LÖGFESTING JÁRNSÍÐU 1271-1273
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir þeim þáttum sem eru í Konungsbók
en vantar í Staðarhólsbók. Athygli vekur að þeir lúta einkum að stjómskipaninni:
Þingskapaþáttur, Lögsögumannsþáttur og Lögréttuþáttur; ennfremur Baugatal og
Rannsóknaþáttur. Beint virðist liggja við að tengja þetta lögfestingu Jámsíðu.
Sú skoðun er almennt ríkjandi meðal þeirra sem um hafa fjallað að Islend-
ingar hafi tekið Járnsíðu illa og leikmenn verið henni andvígir, enda hafi bók-
inni verið áfátt í mörgum greinum. Rétt er nú að líta á heimildir og huga að því
á hverju þessi niðurstaða er reist.23
Resensannáll
1271. Sturla kom út með lögbók, Jámsíðu.
1272. Tekin Jámsíða í lög.24
Forni annáll
1271. Útkoma Þorvarðar Þórarinssonar og Sturlu Þórðarsonar með lögbók og
þá var játað þegngildi og lögtekinn þingskapanarbálkur og 2 kapítular úr erfða-
bálki um festarkonu böm og arfleiðing.
1272. Þá var lögtekin lögbók sú er Magnús konungur hafði sent til íslands öll
nema erfðabálkur utan þá kapítula er áður vom lögteknir.
1273. Þetta haust var játað á Islandi að Marteinsmessu erfðaþætti í lögbók þeirri
er Magnús konungur hafði sent til íslands.25
Háyersannáll
1271. Útkoma Sturlu Þórðarsonar með lögbók. Lögtekið þegngildi.
1272. Jámsíða lögtekin.26
Konungsannáll
1271. Magnús konungur sendi til íslands Þorvarð Þórarinsson og Sturlu Þórð-
arson lögmann og Eindriða böngul með lögbók, og var þá játað konungi þegn-
gildi á íslandi. Þá var og lögtekinn þingskapabálkur í lögbókinni og 2 kapítular
í erfðabálki, um festarkonu börn og um arfleiðing.
22 Stefán Karlsson: „Kringum Kringlu", bls. 20-23.
23 Sjá t.d. Jón Jóhannesson: íslendinga saga II, bls. 16-20. Magnús Má Lárusson: „Járnsíða",
d. 566-68. Ólaf Lárusson: Grágás og lögbœkurnar, bls. 85-86 og „Alþingi árið 1281“, bls. 228-
29.
24 Isl. annaler, bls. 28.
25 Isl. annaler, bls. 49.
26 Isl. annaler, bls. 68.
285