Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Page 39
alla hluti þá sem til veraldar heyra og konungdómsins sem honum sýndist bezt bera. Þá var lögtekið að Frostuþing skyldi jafnan vera um Bótólfsmessu skeið.44 Samkvæmt þessu fékk Magnús konungur ekki heimild til að breyta neinu um kristinn rétt á Frostuþingi 1269. Ekki þarf að efa að andstaðan hefur komið frá Jóni rauða erkibiskupi sem gat ekki samþykkt að konungur skæri úr um álita- mál sem lutu að kirkjurétti. Kunnugt er um afstöðu Jóns úr öðrum heimildum: Kirkjan á að vera frjáls og óháð veraldarvaldinu. Ekki leiddi andstaðan á Frostuþingi til þess að Magnús konungur léti af löggjafarstarfi; í stað þess að endurskoða einstök landsbyggðarlög ákvað hann að setja ein lög fyrir landið allt - landslög. Landslög Magnúsar lagabætis voru tilbúin 1274 og lögtekin á Frostuþingi sama ár, á Gulaþingi líklega árið 1275 og árið 1276 (eða 1277) á Eiðsifaþingi og ef til vill einnig á Borgarþingi. Talið er að texti landslaganna sé að mestu leyti sóttur í Gulaþingslög frá 1267 og Frostuþingslög; auk þess hefur margt verið sótt í hinar glötuðu lögbækur Upplendinga og Víkverja frá 1268. Fjar- lægari heimildir eru eldri Gulaþings- og Frostuþingsbækur.45 Grágás hefur einnig verið heimild landslaganna.46 Jámsíða hefur verið samin í tengslum við fyrri lotu lagaendurskoðunarinnar á ámnum 1267-69. Eins og áður hefur verið rakið tók sinn tíma að fá hana sam- þykkta hér á landi. Af frásögn Árna sögu biskups má þó ráða að landsmenn hafi verið tregir til að játa bókinni og harðfylgi Árna biskups vegið þungt, jafnvel ráðið úrslitum. í sögunni er Járnsíða kölluð norræn lögbók og í Lögmannsannál sem lMegt telst að sæki efni að einhverju leyti óbeint til Áma sögu47 em orðin norræn lög notuð um Jámsíðu. Þetta kann að vera til marks um að bókin hafi þótt framandi og ekki eiga alls kostar við hér á landi og það ýtt undir gagnrýni. Hafa verður það þó í huga að söguhetjan Árni biskup studdi eindregið lög- festingu Jámsíðu, væntanlega ásamt öðmm kirkjunnar mönnum svo að ekki hafa þeir sett norrænan uppmna bókarinnar fyrir sig. Sennilega er ekki mikið upp úr þessu orði leggjandi. Ýmsar athugasemdir sem bændur gerðu við Jónsbók árið 1281 kunna einnig að eiga við Járnsíðu. Um það verður þó ekki neitt fullyrt vegna þess að ekki er kunnugt um hvemig sá Jónsbókartexti var sem lagður var fyrir Alþingi 1281. Þá er sú gerð Járnsíðu sem er í Staðarhólsbók og hin eina sem varðveitzt hefur ekki vel saminn lagatexti og lýsir ekki mikilli þekkingu á lögum þjóðveldisins. 44 Isl. annaler, bls. 137-38 45 Taranger: Udsigt over den norske rets historie I, bls. 49-51. Arne Böe: „Magnus lagaböters landslov", d. 231-37. Knut Robberstad: Rettssoga I, bls. 190-93. 46 Olafur Lárusson: Grágás og lögbœkurnar, bls. 37-45. Ólafur telur þar upp ákvæði í Járnsíðu sem rekja má til Grágásar og tekin eru upp í Jónsbók annað hvort beint úr Jámsíðu eða tekin úr Jámsíðu í landslögin og síðan úr þeim í Jónsbók. Ákvæði em einnig í Jónsbók úr norskum heimildum og Jámsíðu sem kunna að vera óbeint komin úr Grágás, sbr. Grágás og lögbœkumar, bls. 26-36. 47 Sjá nánar Þorleif Hauksson: „Inngang". Árna saga biskups, bls. lxxv og lxxxii o.áfr. 291
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.