Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 89
auðvelt að koma þeim til greiðslustaðarins. Greiðsla getur farist af tilviljunar-
kenndum ástæðum á leiðinni til greiðslustaðarins, og það getur reynst erfitt að
útvega flutningstæki í tæka tíð, en tafir, sem verða á leiðinni til afhendingar-
staðarins eru hins vegar almennt á áhættu og ábyrgð skuldara. Lausafé, skjöl og
peninga er yfirleitt hægt að senda hvert á land sem er og jafnvel erlendis, en
sending greiðslu getur eigi að síður tekið ákveðinn tíma, og verið erfiðleikum
bundin. Þá geta lagaleg atriði eins og inn- og útflutningstakmarkanir ásamt
hömlum á gjaldeyrisyfirfærslum valdið því, að örðugt reynist að koma greiðslu
tímanlega á réttan stað.
Kostnaður er því oft samfara að koma greiðslu til greiðslustaðar, t.d. flutn-
ingskostnaður, vátryggingar og tollar, sem greiða þarf. Skuldari, t.d. seljandi í
lausafjárkaupum, greiðir sendingarkostnað til afhendingarstaðar, en kröfuhafi
ber sendingarkostnað, ef senda þarf söluhlut áfram frá afhendingarstað.71 Af
þessu leiðir, að greiðslustaður getur augljóslega haft þýðingu við verðlagningu
söluhlutar. Þá ber skuldari áhættuna af því, ef greiðsla ferst eða skemmist, þar
til hún er komin til afhendingarstaðar, en kröfuhafi ber áhættuna eftir það.
Greiðslustaður getur haft þýðingu varðandi það, í hvers lands mynt greiða
skal skuldbindingu. Þannig segir í 1. mgr. 41. gr. víxill., að hljóði víxill um
greiðslu í mynt, sem ekki er gjaldgeng á greiðslustaðnum, má greiða víxilfjár-
hæðina í mynt þeirri, sem gjaldgeng er á greiðslustaðnum, eftir gengi hennar á
gjalddaga. Greiði víxilskuldari ekki á réttum tíma, getur víxilhafi krafist þess,
að víxilfjárhæðin sé greidd í mynt gjaldgengri á greiðslustaðnum, hvort heldur
sem hann vill eftir gengi hennar á gjalddaga eða greiðsludegi. Sjá einnig 36. gr.
tékkal.
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er heimilt að
sækja mál til efnda á eða lausnar undan löggemingi eða vegna vanefnda eða
rofa á löggemingi í þeirri þinghá, þar sem átti að efna hann eftir hljóðan hans,
tilætlan eða réttarreglum. Víxilmál og tékka má sækja í þeirri þinghá, þar sem
er greiðslustaður víxilsins eða tékkans. í 38. gr. kemur fram, að mál til greiðslu
vinnulauna má sækja í þeirri þinghá, þar sem vinnan var innt af hendi eða í
einhverri þeirra, hafi verið víðar unnið.72
I sérlögum, sem gilda um ákveðnar samningstegundir, er oft að finna frávíkj-
anleg ákvæði um greiðslustað, sbr. ákvæði 9.-11. gr. kpl. I 2. mgr. 33. gr.
húsaleigul. segir, að húsaleigu og annað endurgjald, sem leigjanda beri að
greiða, skuli greiða á umsömdum stað, en annars á heimili leigusala, vinnustað
hans eða öðrum þeim stað, sem hann tiltekur innan lands.
71 Sjá t.d. H 1948 535. A, sem hafði útskipunarstarfsemi á hendi, krafðist útskipunargjalds af B,
sem sent hafði fisk með tilteknu skipi til útlanda. Taldi B sér ekki skylt að greiða gjald þetta, þar
sem hann hefði flutt fiskinn að skipshlið. Þar sem B átti að skila fiskinum á skipsfjöl, sbr. 62. gr.
kpl., og hann hafði ekki fært fram nein rök fyrir því, að hann samkvæmt venju eða af öðrum
ástæðum ætti að vera undaþeginn greiðslu útskipunargjalds, þá var krafa A tekin til greina.
341