Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 32
fyrir 1262 hversu veglegt handritið sé.16 Ekki leikur vafi á því að önnur rithönd
er á Járnsíðutextanum en Grágásartextanum.17
Konrad Maurer féllst upphaflega á skoðun Jóns Sigurðssonar sem lýst hefur
verið hér að framan.18 Síðar féll hann frá henni og varð niðurstaðan sú að Kon-
ungsbók væri rituð á árunum 1258-62, en Grágásartexti Staðarhólsbókar á
árunum 1262-71. Þetta megi ráða af sjálfum texta bókanna. í 112. kap. Kon-
ungsbókar sé ákvæði sem lýtur að jarli; í Konungsbók sé einnig sú regla að
krafa Islendinga til arfs í Noregi fymist á þremur árum, sbr. 125. kap. Þessu hafi
verið breytt í Gamla sáttmála 1262 þannig að kröfur íslendinga til arfs í Noregi
fyrntust ekki og ákvæði í 13. og 17. kap. erfðaþáttar Staðarhólsbókar (68. og 72.
kap. bókarinnar í útgáfu Vilhjálms Finsens) séu í samræmi við þetta. Loks væri
Járnsíða tekin upp í Staðarhólsbók, en hún hafi fyrst komið til íslands 1271.
Eftir 1273 hafi verið óþarft að fást við hin fornu lög þegar Járnsíða var komin
í þeirra stað. Á þennan hátt virðist umgetinn aldur handritanna vera fullkomlega
rökstuddur.19
Olafur Lárusson telur ekki unnt að komast nær hinu sanna en að Grágásar-
textinn hafi ekki verið ritaður fyrir 1260 og Járnsíðutextinn ekki fyrir 1270 og
þó líklegast eftir 1273. í heild hafi bókin ekki verið rituð eftir 1300, ef til vill
nokkm fyrr, þannig að yngstu hlutar hennar væm frá 1280-90. Af skriftar-
gerðinni verði ekki nákvæmar ályktað en að bókin hafi verið rituð á síðustu
áratugum 13. aldar.20
Eitt blað hefur varðveitzt úr „Kringlu“, elzta og bezta handriti Heimskringlu
sem leifar em til af, en handritið allt að undanskildu þessu eina blaði brann í
Kaupmannahöfn árið 1728. Finnur Jónsson vakti athygli á því þegar hann gaf
út Kringlublaðið árið 1895 hversu sláandi líkar rithendumar væru á Kringlu-
blaðinu og aðalhendi Staðarhólsbókar sem auðkennd hefur verið með bókstafn-
um A. Taldi hann raunar fullvíst að rithöndin væri sú sama.21 Stefán Karlsson
hefur rökstutt rækilega að svo sé. Ennfremur telur hann að samanburður á fá-
einum köflum Grágásar með þeirri rithendi sem sé á meginhluta Konungsbókar
og auðkennd sé með bókstafnum B og A-hendi Staðarhólsbókar bendi ein-
dregið til sameiginlegs skrifara. Niðurstaða Stefáns er sú að sami maður hafi að
mestu leyti skrifað Konungsbók Grágásar sem rituð sé um eða eftir miðja 13.
16 Vilhjálmur Finsen: „Forerindring". Grágás II, bls. VIII-X.
17 Grágás (1992), „Inngangur", bls. xv.
18 „tlber das Alter einiger islándischen Rechtsbiicher", bls. 2-3.
19 Konrad Maurer: Udsigt over de nordgermanske Retskilders historie, bls. 81. Sá hluti ritsins
þar sem fjallað er um ísland birtist í íslenzkri þýðingu eftir Eggert Briem sýslumann, síðar hæsta-
réttardómara, í tímaritinu Lögfrœðingi 3 (1899) undir fyrirsögninni „Yfirlit yfir lagasögu íslands",
sbr. bls. 9. Sjá einnig Konrad Maurer: Vorlesungen iiber altnordische Rechtsgeschichte V, bls. 10
o.áfr.
20 Ólafur Lárusson: „Preface". Staðarhólsbók (1936), bls. 9-11. Sjá einnig Yfirlit yfir íslenzka
réttarsögu, bls. 61 og „Grágás“ bls. 125-26.
21 Finnur Jónsson: „Indledning". De bevarede brudstykker af Skindbógerne Kringla og Jöfra-
skinna, bls. IV-V.
284