Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 91

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 91
3.3 Leiga lausafjár Sá, sem leigir lausafé, er skyldur til að sækja leiguhlut og skila honum af sér til leigusala, nema um annað hafi verið samið. Skiptir þá ekki máli, hvort um er að ræða bflaleigubíl, sjónvarpstæki, steypuhrærivél o.s.frv. Hins vegar er oft um það samið, að leigutaki, t.d. þegar um bflaleigubfla er að ræða, hafi heimild til að skila hlut af sér á öðrum stað en hjá leigusala, t.d. við flugstöð eða skipaaf- greiðslu. Fer þá eftir ákvæðum samnings í þeim efnum. 3.4 Peningaskuldbindingar Ymsar aðferðir eru tíðkaðar við greiðslur peningaskuldbindinga. I daglegum verslunarviðskiptum greiða kaupendur ýmist með reiðufé eða greiðslukortum af ýmsu tagi. Þá tíðkast það einnig, að reikningar séu greiddir með því að peningar eða ávísanir eru sendar í pósti, með gíróseðlum, póstávísunum eða með því að greiðslan er lögð inn á reikning kröfuhafa í banka hans.76 Efndastaður peningakrafna er almennt hjá kröfuhafa, þ.e. á heimili hans eða atvinnustöð. í því felst, að þangað ber skuldara að koma greiðslunni á réttum tíma.77 Um greiðslustað nafnbréfa sjá til athugunar ummæli héraðsdóms í áður- reifuðum dómi í H 1993 1014. Kröfuhafi peningakröfu getur einhliða breytt greiðslustað kröfu sinnar, ef um breytingu á greiðslustað innan lands er að ræða. Það skilyrði verður þó að setja, að breytingin hafi ekki í för með sér óþarfa kostnað eða verulegt óhagræði fyrir skuldara. Vísbendingu þessarar heimildar er að finna í 2. mgr. 33. gr. húsa- leigul., þar sem segir, að húsaleigu eða annað endurgjald, sem leigjanda beri að greiða, skuli greiða á umsömdum stað, en annars á heimili leigusala, vinnustað eða öðrum þeim stað, sem hann tiltekur innan lands. Má segja, að fyrst heimilt er innan ákveðinna marka að breyta greiðslustað í lausafjárkaupum, á enn frek- ar að vera heimilt að breyta greiðslustað peningaskuldbindinga, því að öllu jöfnu er mun auðveldara að koma þeim til skila heldur en lausafjármunum.78 Ef peningagreiðsla er ekki innt af hendi á réttum tíma og það stafar af því, að kröfuhafi hefur flutt eða annar maður er orðinn eigandi kröfunnar, og skuldara hefur ekki verið tilkynnt um framangreinda breytingu, er um viðtökudrátt hjá kröfuhafa að ræða. Greiðsludráttur af þeim sökum verður ekki metinn sem van- 76 í H 1986 1121 var um það deilt, hvort sending gíróseðils af hálfu vátryggingafélags hefði falið í sér kröfu um greiðslu iðgjalds. í málinu var talið sannað, að gíróseðill hefði verið sendur og að viðtakandi hefði látið undir höfuð leggjast að greiða samkvæmt þeirri áskorun. Vátryggingin var því talin úr gildi fallin, þegar tjónsatburð bar að höndum og vátryggingafélaginu ekki skylt að greiða vátryggingarbætur. Sjá einnig H 1990 670, þar sem talið var, að með því að senda gíróseðil hafi lögmaður verið að koma á framfæri við skjólstæðing sinn endanlegri kröfu um greiðslu á kostnaði og þóknun fyrir störf sín, og hafi skjólstæðingurinn mátt ætla, að svo væri. 77 Er stundum svo til orða tekið í danskri lögfræði, að “pengeskyld er bringeskyld men ikke henteskyld”. 78 Sambærileg regla var í 1. mgr. 52. gr. eldri húsaleigul. nr. 44/1979, en þar var talað um heimild leigusala til að tiltaka annan greiðslustað innan héraðs. Er í nýju lögunum um rýmkun á gildissviði reglunnar að ræða. 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.