Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 91
3.3 Leiga lausafjár
Sá, sem leigir lausafé, er skyldur til að sækja leiguhlut og skila honum af sér
til leigusala, nema um annað hafi verið samið. Skiptir þá ekki máli, hvort um er
að ræða bflaleigubíl, sjónvarpstæki, steypuhrærivél o.s.frv. Hins vegar er oft um
það samið, að leigutaki, t.d. þegar um bflaleigubfla er að ræða, hafi heimild til
að skila hlut af sér á öðrum stað en hjá leigusala, t.d. við flugstöð eða skipaaf-
greiðslu. Fer þá eftir ákvæðum samnings í þeim efnum.
3.4 Peningaskuldbindingar
Ymsar aðferðir eru tíðkaðar við greiðslur peningaskuldbindinga. I daglegum
verslunarviðskiptum greiða kaupendur ýmist með reiðufé eða greiðslukortum
af ýmsu tagi. Þá tíðkast það einnig, að reikningar séu greiddir með því að
peningar eða ávísanir eru sendar í pósti, með gíróseðlum, póstávísunum eða
með því að greiðslan er lögð inn á reikning kröfuhafa í banka hans.76
Efndastaður peningakrafna er almennt hjá kröfuhafa, þ.e. á heimili hans eða
atvinnustöð. í því felst, að þangað ber skuldara að koma greiðslunni á réttum
tíma.77 Um greiðslustað nafnbréfa sjá til athugunar ummæli héraðsdóms í áður-
reifuðum dómi í H 1993 1014.
Kröfuhafi peningakröfu getur einhliða breytt greiðslustað kröfu sinnar, ef um
breytingu á greiðslustað innan lands er að ræða. Það skilyrði verður þó að setja,
að breytingin hafi ekki í för með sér óþarfa kostnað eða verulegt óhagræði fyrir
skuldara. Vísbendingu þessarar heimildar er að finna í 2. mgr. 33. gr. húsa-
leigul., þar sem segir, að húsaleigu eða annað endurgjald, sem leigjanda beri að
greiða, skuli greiða á umsömdum stað, en annars á heimili leigusala, vinnustað
eða öðrum þeim stað, sem hann tiltekur innan lands. Má segja, að fyrst heimilt
er innan ákveðinna marka að breyta greiðslustað í lausafjárkaupum, á enn frek-
ar að vera heimilt að breyta greiðslustað peningaskuldbindinga, því að öllu
jöfnu er mun auðveldara að koma þeim til skila heldur en lausafjármunum.78
Ef peningagreiðsla er ekki innt af hendi á réttum tíma og það stafar af því, að
kröfuhafi hefur flutt eða annar maður er orðinn eigandi kröfunnar, og skuldara
hefur ekki verið tilkynnt um framangreinda breytingu, er um viðtökudrátt hjá
kröfuhafa að ræða. Greiðsludráttur af þeim sökum verður ekki metinn sem van-
76 í H 1986 1121 var um það deilt, hvort sending gíróseðils af hálfu vátryggingafélags hefði falið
í sér kröfu um greiðslu iðgjalds. í málinu var talið sannað, að gíróseðill hefði verið sendur og að
viðtakandi hefði látið undir höfuð leggjast að greiða samkvæmt þeirri áskorun. Vátryggingin var
því talin úr gildi fallin, þegar tjónsatburð bar að höndum og vátryggingafélaginu ekki skylt að
greiða vátryggingarbætur. Sjá einnig H 1990 670, þar sem talið var, að með því að senda gíróseðil
hafi lögmaður verið að koma á framfæri við skjólstæðing sinn endanlegri kröfu um greiðslu á
kostnaði og þóknun fyrir störf sín, og hafi skjólstæðingurinn mátt ætla, að svo væri.
77 Er stundum svo til orða tekið í danskri lögfræði, að “pengeskyld er bringeskyld men ikke
henteskyld”.
78 Sambærileg regla var í 1. mgr. 52. gr. eldri húsaleigul. nr. 44/1979, en þar var talað um heimild
leigusala til að tiltaka annan greiðslustað innan héraðs. Er í nýju lögunum um rýmkun á gildissviði
reglunnar að ræða.
343