Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 92

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 92
efnd hjá skuldara, sbr. t.d. H 1956 209. Skuldari er þó skyldur til að afla sér og færa sér í nyt upplýsingar um slíkar breytingar, sem auðvelt er að verða sér út um, en í því felst, að hann getur ekki vísvitandi varðveitt ókunnugleika sinn í þessum efnum.79 Sjá til athugunar H 1988 66, þar sem talið var að skuldari hefði mátt ætla að kröfuhafi hefði fengið framselda kröfu, þegar honum barst innheimtubréf frá lögmanni kröfuhafa. Með sama hætti og talið er, að kröfuhafi geti breytt greiðslustað kröfu, er talið, að hann geti einnig breytt greiðslufyrirkomulagi kröfunnar. Hann getur þannig gert áskilnað um, að í stað greiðslu í reiðufé, inni skuldari greiðsluna af hendi með því að greiða inn á reikning í banka, með gíróseðli eða til um- boðsmanns síns. Sjá unt hið síðastnefnda H 1991 145, en þar hafði seljandi fast- eignar falið fasteignasala að innheimta greiðslur samkvæmt eftirstöðvabréfi í fasteignakaupum. Þær greiðslur misfórust, og var seljandinn talinn bera áhætt- una af því. Framangreindri heimild kröfuhafa til þess að breyta greiðslufyrirkomulagi kröfu verður að setja þær skorður, að breytingin feli í sér aðlögun að greiðslu- háttum, sem almennt eru tíðkaðir í viðkomandi lögskiptum og að hún valdi skuldara ekki sérstöku óhagræði eða óþarfa kostnaði.80 Má í raun segja, að í þessu felist, að skuldari geti ekki, þrátt fyrir ákvæði samnings um tiltekið greiðslufyrirkomulag, sett sig upp á móti því, að greiðslur samkvæmt samn- ingnum sé aðlagaðar tíðkanlegum greiðsluháttum í umræddum lögskiptum. Á hinn bóginn er talið, að kröfuhafi geti ekki rift samningi vegna synjunar skuldara á að taka þátt í slíkum breytingum, nema hann hafi áður sett skuldara ákveðinn frest í þeim efnum. Með sama hætti og kröfuhafi getur innan vissra marka breytt greiðslufyrir- komulagi kröfu sinnar, verður að ætla, að skuldari geti einnig innan ákveðinna marka valið sér annað greiðslufyrirkomulag en það, sem gagngert hefur verið samið um eða leiðir af samningi. I stað þess að greiða með reiðufé, getur skuldari almennt greitt með tékka, gíróseðli eða inn á reikning í banka eða sparisjóði. Er þetta talið eiga við, þótt greiðsla sé innt af hendi það seint, að kröfuhafi geti ekki innleyst tékkann eða leyst til sín greiðsluna innan þeirra tímamarka, sem um var samið. Hér ber þó að hafa í huga, að kröfuhafa, t.d. selj- anda í lausafjárkaupum, er heimilt að hafna móttöku á greiðslu tékka, ef sérstök ástæða er til að ætla, að greiðslubanki muni hafna því að innleysa tékkann.81 Efni einstakra reglna um sendingu peningagreiðslna, hvort heldur sem er með tékka, gíró eða með öðrum hætt, er í fullu samræmi við þá meginreglu, að greiðslustaður (efndastaður) peningaskuldbindingar sé hjá kröfuhafa. Af þeirri 79 Sjá t.d. Ufr. 1971 162, þar sem talið var, að skuldari hefði getað aflað sér upplýsinga um heim- ilisfang kröfuhafa með því að spyrjast fyrir um það hjá lögmanni, sem nýlega hafði aðstoðað kröfuhafa og skuldara í skiptum þeirra. 80 Sjá til athugunar um það efni Ufr. 1952 861, en þar var leigutaka (skuldara) ekki talið heimilt að draga frá leigu kostnað við að senda greiðslu í póstgíró til kröfuhafa. 81 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 121-122. 344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.