Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 92
efnd hjá skuldara, sbr. t.d. H 1956 209. Skuldari er þó skyldur til að afla sér og
færa sér í nyt upplýsingar um slíkar breytingar, sem auðvelt er að verða sér út
um, en í því felst, að hann getur ekki vísvitandi varðveitt ókunnugleika sinn í
þessum efnum.79 Sjá til athugunar H 1988 66, þar sem talið var að skuldari
hefði mátt ætla að kröfuhafi hefði fengið framselda kröfu, þegar honum barst
innheimtubréf frá lögmanni kröfuhafa.
Með sama hætti og talið er, að kröfuhafi geti breytt greiðslustað kröfu, er
talið, að hann geti einnig breytt greiðslufyrirkomulagi kröfunnar. Hann getur
þannig gert áskilnað um, að í stað greiðslu í reiðufé, inni skuldari greiðsluna af
hendi með því að greiða inn á reikning í banka, með gíróseðli eða til um-
boðsmanns síns. Sjá unt hið síðastnefnda H 1991 145, en þar hafði seljandi fast-
eignar falið fasteignasala að innheimta greiðslur samkvæmt eftirstöðvabréfi í
fasteignakaupum. Þær greiðslur misfórust, og var seljandinn talinn bera áhætt-
una af því.
Framangreindri heimild kröfuhafa til þess að breyta greiðslufyrirkomulagi
kröfu verður að setja þær skorður, að breytingin feli í sér aðlögun að greiðslu-
háttum, sem almennt eru tíðkaðir í viðkomandi lögskiptum og að hún valdi
skuldara ekki sérstöku óhagræði eða óþarfa kostnaði.80 Má í raun segja, að í
þessu felist, að skuldari geti ekki, þrátt fyrir ákvæði samnings um tiltekið
greiðslufyrirkomulag, sett sig upp á móti því, að greiðslur samkvæmt samn-
ingnum sé aðlagaðar tíðkanlegum greiðsluháttum í umræddum lögskiptum. Á
hinn bóginn er talið, að kröfuhafi geti ekki rift samningi vegna synjunar
skuldara á að taka þátt í slíkum breytingum, nema hann hafi áður sett skuldara
ákveðinn frest í þeim efnum.
Með sama hætti og kröfuhafi getur innan vissra marka breytt greiðslufyrir-
komulagi kröfu sinnar, verður að ætla, að skuldari geti einnig innan ákveðinna
marka valið sér annað greiðslufyrirkomulag en það, sem gagngert hefur verið
samið um eða leiðir af samningi. I stað þess að greiða með reiðufé, getur
skuldari almennt greitt með tékka, gíróseðli eða inn á reikning í banka eða
sparisjóði. Er þetta talið eiga við, þótt greiðsla sé innt af hendi það seint, að
kröfuhafi geti ekki innleyst tékkann eða leyst til sín greiðsluna innan þeirra
tímamarka, sem um var samið. Hér ber þó að hafa í huga, að kröfuhafa, t.d. selj-
anda í lausafjárkaupum, er heimilt að hafna móttöku á greiðslu tékka, ef sérstök
ástæða er til að ætla, að greiðslubanki muni hafna því að innleysa tékkann.81
Efni einstakra reglna um sendingu peningagreiðslna, hvort heldur sem er
með tékka, gíró eða með öðrum hætt, er í fullu samræmi við þá meginreglu, að
greiðslustaður (efndastaður) peningaskuldbindingar sé hjá kröfuhafa. Af þeirri
79 Sjá t.d. Ufr. 1971 162, þar sem talið var, að skuldari hefði getað aflað sér upplýsinga um heim-
ilisfang kröfuhafa með því að spyrjast fyrir um það hjá lögmanni, sem nýlega hafði aðstoðað
kröfuhafa og skuldara í skiptum þeirra.
80 Sjá til athugunar um það efni Ufr. 1952 861, en þar var leigutaka (skuldara) ekki talið heimilt
að draga frá leigu kostnað við að senda greiðslu í póstgíró til kröfuhafa.
81 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 121-122.
344