Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 112

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 112
hætta samfélagi er daglegt starf fangavarðar í raun samfelld ferð um einstigi og meðalhófið oft vandratað milli aga og reglu annars vegar og virðingar fyrir einstaklingsréttindum fanga hins vegar. Það sem að mati fangans er stórt réttindamál getur í augum fangavarðar verið ómerkilegt atriði sem freistandi er, þegar heimildin er fyrir hendi, að afgreiða með valdboði. Bent hefur verið á að mikil líkindi séu með fangavist og þrælahaldi. Fyrir hendi eru andstæður valdsins og þess sem ekkert vald hefur, yfirráð og undir- gefni, virðing og niðurlæging þar sem fangavörður er sem þrælahaldari, fanginn þræll. Hugmyndir um virðingu einstaklingsins, gagnkvæma virðingu og ætlað sjálfviljugt samþykki, sem ættu að vera kjarni stofnunar sem hönnuð er til að virða mannréttindi, koma spánskt fyrir sjónir í þessu samhengi. Þótt hvorki refsing ríkisvaldsins sem slík né fangavist þurfi endilega að brjóta rétt á nokkrum manni virðist fangelsi í eðli sínu vera stofnun sem ekki getur annað en stefnt í hættu mannréttindum við hvert fótmál. Eftirlit með því hvort mannréttindabrot eigi sér stað í fangelsum, eins og starfrækt er á vegum Evrópuráðsins, veitir vissulega aðhald en getur aldrei orðið annað en eftirlit. Það er út af fyrir sig ánægjulegt til þess að vita að íslend- ingar munu ekki hafa orðið uppvísir að því að fara verr með sína fanga en aðrar Evrópuþjóðir. En það er hvorki ytra eftirlit né lögfestur réttur fanga til að kæra ákvörðun um agaviðurlög sem tryggir það að fangar njóti virðingar sem ein- staklingar. Virðingin þarf að koma innan frá, frá starfsmönnunum, og vera sýni- leg í samskiptum þeirra við fangana. Hana má sýna með því að nota almenna kurteisi, virða einkalíf fanga og sýna viðhorfum þeirra skilning. Starfsmaður, sem einlæglega ber virðingu fyrir fanga sem einstaklingi, þar með talið fyrir því vali hans að brjóta af sér og undirgangast þar með fangelsis- refsinguna, lætur ekki freistast af því að leysa smámál með valdboði ef það van- virðir réttindi fangans. Oraunhæft er þó að gera sér vonir um að sérhver fangelsisstarfsmaður sé í raun trúr þessu viðhorfi, gera verður ráð fyrir að fólk í þessari starfsstétt hafi ekki síður margvísleg viðhorf til fanga og refsifram- kvæmdar en gengur og gerist meðal annarra í þjóðfélaginu. Þegar fangi sætir meðferð, sem hann mátti ekki fyrir fram gera ráð fyrir, eru brotin á honum ákveðin réttindi. Fyrst og fremst rétturinn til þess að velja sjálf- ur, réttur til að honum sé sýnd virðing og réttur hans til að vera álitinn skynsöm mannvera. Vegna þessara sömu réttinda átti hann rétt á fangavistinni. Það er spurning hvers virði réttur til fangavistar er þegar eðli málsins samkvæmt er slíkum vandkvæðum bundið að reka fangelsi án þess að fótum troða réttindin sem það er stofnsett og rekið til að virða. 8. LOKAORÐ Mótsögnin í því að byggja refsingu á grunni kenningar um virðingu fyrir ein- staklingum liggur í hinni vandmeðfömu framkvæmd fangavistar sem refsiteg- undar. En nú er fangelsun ekki eina tegund refsingar sem beitt er. Sektarrefs- ingar og samfélagsþjónusta er vissulega fyrir hendi og þessi vandamál fangels- 364
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.