Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 80
12. gr. kpl. Hér verður greiðsluskylda skuldara ekki virk, fyrr en kröfuhafi hefur kornið fram með áskorun um efndir, og getur það oft verið háð mati hverju sinni, á hvorum samningsaðila hvílir frumkvæðisskylda í þessum efnum. Sjá til athugunar H 1965 63, H 1967 707 og H 1971 525. Um handhafaskuldabréf gildir t.d. sú regla, að greiðslustaður þeirra er hjá skuldara.56 Sjá t.d. H 1933 491, en þar sagði: „... því að um handhafabréf yfirleitt gildir sú regla, að ekki verður talið, að skuldarar samkvæmt þeim séu skyldir að greiða fyrr en þeir eru krafðir greiðslu, enda geta þeir fyrr hvorki vitað hverjum né hvar þeir eiga að greiða, en í samræmi við þessa almenna reglu verður að skilja ákvæði þess veð- skuldabréfs, sem hér um ræðir um gjalddaga“. Athugunarefni er í þessu sam- bandi, hversu víðtæk tilkynningarskylda kröfuhafa er, þ.e. að hverjum hún þarf að beinast, sbr. til athugunar um það efni H 1983 691. Ekki verður litið svo á, að um vanefnd sé að ræða, ef skuldari efnir skyldu sína á gjalddaga eða afhend- ingardegi, hvort heldur sem efnt er að undangenginni áskorun eða ekki. Áskor- un, sem sett er fram um efndir á tímamarki, þegar samningur hefur ekki verið vanefndur, telst samkvæmt því ekki beiting vanefndaheimildar.57 Samningur kann að geyma ákvæði um frumkvæði annars samningsaðila að efndum. Þegar ekkert verður ráðið af túlkun samnings, verður að ætla, að áskor- un sé ekki nauðsynleg, ef gjalddagi kröfu er ákveðinn í lögum, samningi eða samkvæmt venju, eða þegar efndir kröfu eiga að gerast strax eða svo fljótt sem verða má, sbr. sjónarmiðin að baki 12. gr. kpl. Hið sama gildir, þegar atvik liggja svo til, að af þeim má ráða, hvenær greiða skal, og þegar skuldari getur án atbeina kröfuhafa séð, hvenær hann á að efna. Ef gjalddagi er hins vegar hvorki fyrir fram ákveðinn né auðvelt fyrir skuld- ara að finna hann, kann áskorun að vera nauðsynleg.58 I vissum tilvikum getur áskorun verið ónauðsynleg. Hún er t.d. þýðingarlaus, þegar skuldari hefur látið sig hverfa, skil greiðslunnar eru ómöguleg eða því hefur áður verið lýst yfir, að greiðslan muni ekki verða innt af hendi. Einnig þegar skuldari hefur gefið kröfuhafa það til kynna, að áskorun sé ónauðsynleg, t.d. með því að tilkynna honum, að hann hafi þegar greitt eða muni greiða án áskorunar.59 2.4.4.2 Áskorun sem forsenda fyrir beitingu vanefndaúrræða Áskorunarreglur hafa í vissum tilvikum þýðingu við beitingu vanefndaúr- ræða. Almennt er það að vísu svo samkvæmt íslenskum rétti, að heimild kröfu- hafa til þess að beita úrræðum í tilefni vanefnda gagnaðila, er ekki háð því, að kröfuhafi hafi áður skorað á skuldara að efna skyldur sínar réttilega. Þannig er 56 Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 49. 57 Sjá Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 60 og Bernhard Gomard: Obligationsret 2, bls. 35- 36. 58 Sjá nánar Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 49. 59 Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 49. 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.