Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 63
áfallnir vextir eru lagðir við höfuðstól og þannig myndaður nýr stofn til vaxta- útreiknings, er talað um vaxtavexti, sbr. t.d. 12. gr. vxl. Hugtakið samningsvextir hefur verið skilgreint svo, að þeir séu endurgjald fyrir umlíðan skuldar fyrir eindaga, sem ákveðið er sem tiltekinn hundraðshluti af höfuðstólnum fyrir tiltekið tímabil, venjulega eitt ár.30 Tekið skal fram, að í vxl. er ekki notað hugtakið samningsvextir, heldur er þar greint á milli almennra vaxta og dráttarvaxta. Samkvæmt framangreindri skilgreiningu á hugtakinu samningsvextir nær það ekki til annarra vaxta, sem fallið geta á kröfu fram að gjalddaga hennar en þeirra, sem byggjast á löggemingi, t.d. ekki vaxta, sem falla á samkvæmt lögum eða venju. 2.3.2.2 Almennir vextir I 4. gr. vxl. kemur fram sú meginregla, að því aðeins skuli greiða vexti af peningakröfum fram að gjalddaga þeirra, að það leiði af samningi, venju eða lagafyrirmælum. Meginregla þessi er þó ekki án undantekninga. Þannig er t.d. talið að greiða beri vexti af peningakröfu, þótt ekki hafi verið um það samið, ef lánveiting hefur verið til alllangs tíma og lánsfjárhæð ekki verið smávægileg. Þá er og litið svo á, að vaxtataka hjá lánastofnunum sé heimil, þótt ekki hafi verið um það samið, enda byggist slíkt á venju og telst eðlileg fylling á samn- ingi lánastofnunar um veitingu lánsins. Þegar samið er um, að vexti skuli greiða af peningakröfu, en ekki hefur verið samið um vaxtafót, þ.e. hundraðshluti vaxta er ekki tiltekinn, skal samkvæmt 5. gr. vxl. greiða vexti frá stofnun skuldar, sem vera skulu á hverjum tíma jafnháir vegnu meðaltali ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum hjá bönkum og sparisjóðum.31 Ef samið er um það, að peningakrafa skuli bera „hæstu lögleyfðu vexti“ eða „hæstu vexti á markaðinum“ á hverjum tíma, gildir regla 6. gr. vxl., þ.e. greiða skal breytilega vexti, sem séu jafnháir og hæstu gildandi vextir af hliðstæðum lánum, sem eru í almennri notkun hjá bönkum og sparisjóðum. Um vexti af skaðabótakröfum er áður fjallað.32 2.3.23 Vaxtavextir Heimilt er að semja um vaxtavexti á almenna vexti, og má þá reglu m.a. leiða af 3. gr. vxl. Hins vegar er hæpið, að sú almenna regla verði talin gilda hér á landi, að kröfuhafa sé heimilt að áskilja sér einhliða vaxtavexti á almenna vexti, 30 Þórður Eyjólfsson: „Lög og lagaframkvæmd um vexti“, Lagastafir, bls. 205. Bent hefur verið á, að hlutverk samningsvaxta sé víðtækara en þetta, og sé það a.m.k. þríþætt, þ.e. að vera endurgjald fyr- ir umlíðan skuldar; að vera þóknun til kröfuhafa fyrir þá áhættu, sem felst í því að lána peninga eða láta aðra fara með afnot þeirra; að vera verðtrygging á þeim peningum, sem kröfuhafi á hjá skuldara. Sjá Viðar Már Matthíasson: Um vexti og dráttarvexti og lögum og lagaframkvæmd, bls. 9. 31 Sjá í þessu sambandi H 1996 2928. 32 Að því er varðar nánari umfjöllun um almenna vexti vísast til ritgerðar Viðars Más Matthías- sonar, Um vexti og dráttarvexti f lögum og lagaframkvæmd, bls. 42-47. Um almenna vexti í dönskum rétti sjá Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 101. 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.