Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 58
má sem dæmi nefna 24. gr. vátrsmnl., 33. gr. húsaleigul., 2. mgr. 8. gr. hjúal. og
28. gr. ábúðarl.
I 33. gr. húsaleigul. segir, að húsaleigu skuli greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrir
fram fyrir einn mánuð í senn, nema um annað sé samið. í 28. gr. ábúðarl. kemur fram,
að landsskuld, leigur og önnur gjöld skal ábúandi greiða fyrir 31. desember ár hvert,
nema öðru vísi sé samið. í 2. mgr. 8. gr. hjúal. kemur fram, að hafi ekki verið samið
um annan gjalddaga og um mánaðarkaup er að ræða, hefur hjú rétt til að krefjast
kaupsins við lok hvers mánaðar.
I nokkrum tilvikum er í löggjöfinni tekin afstaða til þess, hvernig með skal
fara, þegar gjalddaga ber upp á helgidag, sbr. t.d. 72. gr. víxill. og 1. mgr. 33.
gr. húsaleigul. I hinu síðastnefnda ákvæði segir, að beri gjalddaga upp á al-
mennan frídag, skuli gjalddagi vera næsti virki dagur þar á eftir.
Við ákvörðun gjalddaga í einstaka skuldarsamböndum geta ákveðin hugtök
haft lögbundna merkingu, sem þá ber að leggja til grundvallar, ef samningur
leiðir ekki til annarrar niðurstöðu. Þannig kemur t.d. fram í 68. gr. kpl., að sé
svo til skilið, að varning skuli afhenda eða við honum taka „í byrjun“ (primo),
„í miðju“ (medio) eða „í lok“ (ultimo) mánaðar, sé það að skilja eftir því sem á
stendur, um fyrsta til tíunda, ellefta til tuttugasta eða tuttugasta og fyrsta til
síðasta dags í mánuðinum. Með sama hætti segir í 13. gr. kpl., að sé frestur
ákveðinn fyrir því, hvenær seldum hlut skuli skila, sé seljanda rétt að skila
hlutnum á hverjum þeim tíma, sem hann kýs innan frestsins, nema atvik liggi
svo til, að af þeim sjáist, að tímafresturinn var tiltekinn kaupandanum í hag.
Ef greiðsla dregst fram yfir gjalddaga eða eindaga, er að öllu jöfnu um
greiðsludrátt af hálfu skuldara að ræða, sem heimilar kröfuhafa beitingu van-
efndaúrræða, t.d. að krefjast dráttarvaxta, sem eru lögákveðnar skaðabætur í
tilefni greiðsludráttar. Hins vegar getur ekki komið til beitingar hinna alvarlegri
vanefndaúrræða, nema greiðsludráttur sé verulegur, sbr. t.d. 2. mgr. 21. gr. kpl.
og 1. mgr. 28. gr. kpl.20
2.2.4 Endurgjald í viðvarandi samningum
Eins og áður er rakið er talað um viðvarandi skuldarsamband, þegar um
áframhaldandi skil eða greiðslur er að ræða af hálfu samningsaðila, eða komið
er á ástandi, sem ætlað er að vara um lengri eða skemmri tíma. Er þá yfirleitt
svo um samið í millum aðila, að endurgjaldið greiðist með hæfilegu millibili,
201 1. og 2. mgr. 21. gr. kpl. kemur fram, að afhendi seljandi ekki seldan hlut á réttum tíma, og það
er ekki kaupanda að kenna eða neinum ósjálfráðum atburði, sem hann ber áhættuna af, getur kaup-
andi valið milli þess, hvort hann vill heldur heimta hlutinn eða rifta kaupið. Hafi drátturinn hins
vegar haft lítil eða óveruleg áhrif á hagsmuni kaupanda, eða seljandi hlaut að álíta, að svo væri, þá
getur kaupandi ekki rift, nema hann hafi áskilið sér, að hluturinn yrði afhentur sér á nákvæmlega
tilteknum tíma. I 28. gr. kpl. kemur fram, að sé kaupverðið ekki greitt í ákveðna tíð, þ.e. á gjald-
daga, eða kaupandi gerir ekki í tæka tíð þá ráðstöfun, sem greiðsla kaupverðsins er komin undir, þá
má seljandi gera hvort heldur hann vill, halda upp á hann kaupinu eða rifta það. Ef drátturinn er
óvemlegur, verður kaupið þó ekki rift. f verslunarkaupum er sérhver dráttur talinn verulegur.
310