Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 58
má sem dæmi nefna 24. gr. vátrsmnl., 33. gr. húsaleigul., 2. mgr. 8. gr. hjúal. og 28. gr. ábúðarl. I 33. gr. húsaleigul. segir, að húsaleigu skuli greiða fyrsta dag hvers mánaðar fyrir fram fyrir einn mánuð í senn, nema um annað sé samið. í 28. gr. ábúðarl. kemur fram, að landsskuld, leigur og önnur gjöld skal ábúandi greiða fyrir 31. desember ár hvert, nema öðru vísi sé samið. í 2. mgr. 8. gr. hjúal. kemur fram, að hafi ekki verið samið um annan gjalddaga og um mánaðarkaup er að ræða, hefur hjú rétt til að krefjast kaupsins við lok hvers mánaðar. I nokkrum tilvikum er í löggjöfinni tekin afstaða til þess, hvernig með skal fara, þegar gjalddaga ber upp á helgidag, sbr. t.d. 72. gr. víxill. og 1. mgr. 33. gr. húsaleigul. I hinu síðastnefnda ákvæði segir, að beri gjalddaga upp á al- mennan frídag, skuli gjalddagi vera næsti virki dagur þar á eftir. Við ákvörðun gjalddaga í einstaka skuldarsamböndum geta ákveðin hugtök haft lögbundna merkingu, sem þá ber að leggja til grundvallar, ef samningur leiðir ekki til annarrar niðurstöðu. Þannig kemur t.d. fram í 68. gr. kpl., að sé svo til skilið, að varning skuli afhenda eða við honum taka „í byrjun“ (primo), „í miðju“ (medio) eða „í lok“ (ultimo) mánaðar, sé það að skilja eftir því sem á stendur, um fyrsta til tíunda, ellefta til tuttugasta eða tuttugasta og fyrsta til síðasta dags í mánuðinum. Með sama hætti segir í 13. gr. kpl., að sé frestur ákveðinn fyrir því, hvenær seldum hlut skuli skila, sé seljanda rétt að skila hlutnum á hverjum þeim tíma, sem hann kýs innan frestsins, nema atvik liggi svo til, að af þeim sjáist, að tímafresturinn var tiltekinn kaupandanum í hag. Ef greiðsla dregst fram yfir gjalddaga eða eindaga, er að öllu jöfnu um greiðsludrátt af hálfu skuldara að ræða, sem heimilar kröfuhafa beitingu van- efndaúrræða, t.d. að krefjast dráttarvaxta, sem eru lögákveðnar skaðabætur í tilefni greiðsludráttar. Hins vegar getur ekki komið til beitingar hinna alvarlegri vanefndaúrræða, nema greiðsludráttur sé verulegur, sbr. t.d. 2. mgr. 21. gr. kpl. og 1. mgr. 28. gr. kpl.20 2.2.4 Endurgjald í viðvarandi samningum Eins og áður er rakið er talað um viðvarandi skuldarsamband, þegar um áframhaldandi skil eða greiðslur er að ræða af hálfu samningsaðila, eða komið er á ástandi, sem ætlað er að vara um lengri eða skemmri tíma. Er þá yfirleitt svo um samið í millum aðila, að endurgjaldið greiðist með hæfilegu millibili, 201 1. og 2. mgr. 21. gr. kpl. kemur fram, að afhendi seljandi ekki seldan hlut á réttum tíma, og það er ekki kaupanda að kenna eða neinum ósjálfráðum atburði, sem hann ber áhættuna af, getur kaup- andi valið milli þess, hvort hann vill heldur heimta hlutinn eða rifta kaupið. Hafi drátturinn hins vegar haft lítil eða óveruleg áhrif á hagsmuni kaupanda, eða seljandi hlaut að álíta, að svo væri, þá getur kaupandi ekki rift, nema hann hafi áskilið sér, að hluturinn yrði afhentur sér á nákvæmlega tilteknum tíma. I 28. gr. kpl. kemur fram, að sé kaupverðið ekki greitt í ákveðna tíð, þ.e. á gjald- daga, eða kaupandi gerir ekki í tæka tíð þá ráðstöfun, sem greiðsla kaupverðsins er komin undir, þá má seljandi gera hvort heldur hann vill, halda upp á hann kaupinu eða rifta það. Ef drátturinn er óvemlegur, verður kaupið þó ekki rift. f verslunarkaupum er sérhver dráttur talinn verulegur. 310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.