Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 79
skuli og víkja að fullu úr embætti, án fyrirvara, ef hann hefur játað að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi, sem ætla má, að hefði í för með sér sviptingu réttinda sam- kvæmt 68. gr. alm. hgl. Samkvæmt 23. gr. hjúal. er hjúi vítalaust að koma ekki í vistina, ef það getur sannað, að húsbóndinn hafi á síðasta ári áður en vistarráðin áttu að hefjast misþyrmt hjúi eða svelt það, leitast við að tæla hjú til illra verka eða lauslætis. Ef hjú er komið í vistina, þegar það fær vitneskju um eitthvert þeirra afbrota af hálfu húsbónda, sem nefnd voru, er því heimilt að víkja úr vistinni fyrirvaralaust. í 24. gr. eru nefnd þau tilvik, sem heimila hjúi að ganga fyrirvaralaust úr vistinni. Slíkum rétti er m. a. fyrir að fara, þegar það getur sannað, að húsbóndi hafi gerst sekur um alvarlegt brot á skyldum sínum, svo sem ef hann misþyrmir hjúi, leitast við að tæla það til illra verka eða lauslætis, meiðir freklega mannorð hjúsins eða ber því á brýn glæpi, sem það er sak- laust af. I 27. gr. eru talin upp þau tilvik, sem heimila húsbónda að vísa hjúi úr vist. Það getur hann gert, ef hann sannar að hjúið hafi gerst mjög brotlegt gegn skyldum sínum, eða ef framferði þess er mjög ábótavant, svo sem ef hjúið drýgir glæp, sem að almenningsáliti er svívirðilegur, leggur hönd á húsbóndann eða vandamenn hans á heimilinu, sýnir húsbóndanum óhlýðni um að inna af hendi störf sín í þágu heim- ilisins, tælir börn á heimilinu til illverka, raskar heimilisfriði með lauslætisframferði, gengur um með smitandi samræðissjúkdóma, spillir af ásettu ráði eignum húsbónda eða misþyrmir skepnum, sem það á að hirða, sýnir af sér megnt og ítrekað skeyting- arleysi um störf sín og hirðuleysi í umgengni. Þess er áður getið, að endir verður bundinn á viðvarandi samninga, ýmist samkvæmt efni þeirra sjálfra eða á grundvelli frávrkjanlegra lagareglna, með uppsögn, og falla framtíðargreiðslur samkvæmt samningunum þá niður. I viss- um tilvikum er réttur til uppsagnar samnings þó háður takmörkunum lögum samkvæmt, sbr. t.d. ákvæði XI. kafla húsaleigul. Það er sameiginlegt með riftun og uppsögn gagnkvæmra samninga, að áhrifin eru almennt til frambúðar, þ.e. þau eru ekki afturvirk. Hins vegar skilur það að riftun og uppsögn, að forsenda riftunar er veruleg vanefnd af hálfu skuldara, en það skilyrði gildir ekki um uppsögn, auk þess sem það er almennt ekki skilyrði riftunar, að skuldara sé veitt aðvörun eða honum settur frestur til réttra efnda. Uppsögn er hins vegar yfirleitt því aðeins gild, að skuldara sé veittur hæfilegur frestur.55 2.4.4 Askorunarreglur 2.4.4.1 Askorun sem forsenda efnda Skylda skuldara til þess að efna skyldu sína samkvæmt gagnkvæmum samningi verður oft ekki virk, fyrr en kröfuhafi hefur haft frumkvæði að efnd- um, þ.e. beint til hans áskorun um efndir. Ef ekkert hefur verið ákveðið um það, hvenær kaupverðið skuli greitt eða seldum hlut skilað, og atvik liggja eigi svo til, að af þeim megi ráða, að þetta skuli gert svo fljótt sem unnt er, skal líta svo á, að kaupverðið beri að greiða og hlut að afhenda, hvenær sem krafist er, sbr. 55 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 111. 331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.