Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Blaðsíða 61
byijaðan mánuð, talið frá og með 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Skal það
álag vera hið sama og dráttarvextir, sem Seðlabanki íslands ákveður samkvæmt
vaxtalögum.25
Þegar skuldara er veittur slíkur frestur eftir gjalddaga, sem hér um ræðir, til
þess að inna greiðslu sína af hendi, er eins og fram er komið litið svo á, að
greiðsla hvenær sem er innan frestsins sé innt af hendi á réttum tíma. Af því
leiðir, að kröfuhafi á ekki rétt til dráttarvaxta og getur heldur ekki beitt van-
efndaúrræðum eins og gjaldfellingu eða riftun. Ef skuldari hins vegar greiðir
eftir að frestúrinn er útrunninn, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga, sbr. 1. mgr.
9. gr. vxl., nema samningur, venja eða laga- og reglugerðarákvæði leiði til ann-
arrar niðurstöðu.
Þess er að framan getið, að notkun hugtakanna gjalddagi og eindagi er nokk-
uð á reiki í íslenskum lögum og réttarframkvæmd. Var þess getið, að t.d. í kpl.
eru bæði hugtökin notuð yfir það, sem réttast væri að kalla gjalddaga. Þá má og
benda á, að í riti sínu Kaflar úr kröfurétti notar Ólafur Lárusson hugtökin gjald-
dagi og eindagi í einni og sömu merkingunni.26
Algengust notkun þessara hugtaka í íslenskri réttarframkvæmd virðist vera
sú, að gjalddagi merki þann dag, sem kröfuhafi getur fyrst krafist þess, að
skuldari inni greiðslu sína af hendi, og er það í samræmi við hefðbundna skil-
greiningu hugtaksins. Þegar skuldara hefur verið veittur tiltekinn greiðslufrest-
ur eftir gjalddaga, sýnist hugtakið eindagi yfirleitt vera notað um lokadag frests-
ins, þ.e. eindagi merkir þá það sama og frestdagur. Er mikil þörf á, að
hugtakanotkun þessi verði samræmdi í íslenskum lögum og lagaframkvæmd.
2.3 Réttaráhrif greiðsludráttar
2.3.1 Almennt um vanefndaheimildir í tilefni greiðsludráttar
Þegar liðinn er sá tími, sem skuldari hafði til þess að inna greiðslu sína af
hendi, hvort heldur sem það er gjalddagi, eindagi eða eftir atvikum frestdagur,
og hann greiðir ekki, er um vanefnd af hans hálfu að ræða, enda sé kröfuhafa
ekki um að kenna né heldur atvikum, sem hann ber áhættuna af. Slík vanefnd
er nefnd greiðsludráttur, sbr. m.a. orðnotkun þá, sem kemur fram í 21. og 28. gr.
kpl.27
Undir greiðsludrátt fellur það í fyrsta lagi, þegar ekki er greitt á réttum tíma,
en greiðsla berst eftir það tímamark, eða líkur eru til að hún verði innt af hendi
á seinna tímamarki. í öðru lagi er um greiðsludrátt að ræða, þegar greiðslan er
aldrei innt af hendi, t.d. þegar ljóst er strax frá upphafi, að hún mun aldrei verða
25 f þessu sambandi skal bent á umfjöllun Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 47, um svokallaða
frestdaga (d. I0bedage). Segir hann, að stundum haft skuldari, eftír gjalddaga, ákveðinn frest til þess
að greiða, þannig að greiðsla, sem innt er af hendi innan frestsins, telst innt af hendi á réttum tíma.
26 Sjá Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 96. Þar er kaflafyrirsögn, sem ber heitið: „Ein-
dagi í lausafjárkaupum”.
27 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 100, og Henry Ussing: Obligationsretten, bls.
50.
313